Fagna framfaraskrefi ráðherra en vilja afnema tilvísanakerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2024 14:12 Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Arnar Formaður Félags íslenskra heimilislækna fagnar því að heilbrigðisráðherra sýni í verki vilja til að koma til móts við lækna en vill fleiri og stærri skref. Á dögunum voru drög að reglugerðarbreytum um einföldun á fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Í febrúar sendi Félag íslenskra heimilislækna út áskorun til lækna um að hætta að skrifa út tilvísanir til barnalækna til að taka á skrifræði í kerfinu sem auki álag á lækna. Tilvísanafyrirkomulagið var sett á fyrir um sex árum og hafa læknar látið í ljós óánægju sína síðan þá. Í vikunni svaraði heilbrigðisráðherra kallinu og birti í samráðsgátt drög að einfölduðu fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. „Við áttum góðan fund með ráðherra fyrir nokkrum vikum síðan og málefni varðandi tilvísanir til barnalækna er svo sem bara eitt af mörgum málum sem við erum að berjast fyrir til þess að reyna að minnka pappírsálag eða óþarfa pappírvinnu í störfum heimilislækna en þessi breyting er alveg stórt skref í rétta átt og við fögnum því að sjálfsögðu, það er alveg greinilegt að ráðherra er að taka tillit til okkar óska, við hefðum að sjálfsögðu viljað að þau myndu fella tilvísunarkerfið niður með öllu og breytingin er að vissu leyti flókin en hún mun, ef þetta verður samþykkt, vissulega létta að stórum hluta af þeim, að við teljum að sé óþarfa pappír sem lenda á okkar borði varðandi tilvísanir til barnalækna.“ Margrét segir að megintilgangur baráttunnar sé að læknar geti varið meiri tíma með sínum skjólstæðingum. „Það er megintilgangurinn. Við erum starfskraftur af skornum skammti akkúrat núna og það er löng bið eins og fólk veit á flestöllum heilsugæslustöðvum eftir tímum hjá lækni. Það er merkilega stór hluti af vinnutíma okkar sem fer í hluti sem krefjast ekki okkar faglegu þekkingar og við erum að berjast fyrir því að geta eytt meiri tíma í að sinna skjólstæðingum okkar og minni tíma í hluti sem er ekki að krefjast okkar fagþekkingar.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. 14. maí 2024 07:54 Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. 21. apríl 2024 21:00 Fækkuðu tímum í skriffinnsku um tugi klukkustunda á mánuði Hjúkrunarfræðingum hefur tekist að minnka skriffinnsku um margar klukkustundir með notkun smáforritsins Iðunnar. Í forritinu eru forskráð verkefni sem starfsfólk hakar við að loknu verki. Forritið minnkar skriffinnsku og eykur yfirsýn að mati rannsakanda. 20. apríl 2024 15:36 Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. 14. apríl 2024 19:17 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í febrúar sendi Félag íslenskra heimilislækna út áskorun til lækna um að hætta að skrifa út tilvísanir til barnalækna til að taka á skrifræði í kerfinu sem auki álag á lækna. Tilvísanafyrirkomulagið var sett á fyrir um sex árum og hafa læknar látið í ljós óánægju sína síðan þá. Í vikunni svaraði heilbrigðisráðherra kallinu og birti í samráðsgátt drög að einfölduðu fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. „Við áttum góðan fund með ráðherra fyrir nokkrum vikum síðan og málefni varðandi tilvísanir til barnalækna er svo sem bara eitt af mörgum málum sem við erum að berjast fyrir til þess að reyna að minnka pappírsálag eða óþarfa pappírvinnu í störfum heimilislækna en þessi breyting er alveg stórt skref í rétta átt og við fögnum því að sjálfsögðu, það er alveg greinilegt að ráðherra er að taka tillit til okkar óska, við hefðum að sjálfsögðu viljað að þau myndu fella tilvísunarkerfið niður með öllu og breytingin er að vissu leyti flókin en hún mun, ef þetta verður samþykkt, vissulega létta að stórum hluta af þeim, að við teljum að sé óþarfa pappír sem lenda á okkar borði varðandi tilvísanir til barnalækna.“ Margrét segir að megintilgangur baráttunnar sé að læknar geti varið meiri tíma með sínum skjólstæðingum. „Það er megintilgangurinn. Við erum starfskraftur af skornum skammti akkúrat núna og það er löng bið eins og fólk veit á flestöllum heilsugæslustöðvum eftir tímum hjá lækni. Það er merkilega stór hluti af vinnutíma okkar sem fer í hluti sem krefjast ekki okkar faglegu þekkingar og við erum að berjast fyrir því að geta eytt meiri tíma í að sinna skjólstæðingum okkar og minni tíma í hluti sem er ekki að krefjast okkar fagþekkingar.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. 14. maí 2024 07:54 Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. 21. apríl 2024 21:00 Fækkuðu tímum í skriffinnsku um tugi klukkustunda á mánuði Hjúkrunarfræðingum hefur tekist að minnka skriffinnsku um margar klukkustundir með notkun smáforritsins Iðunnar. Í forritinu eru forskráð verkefni sem starfsfólk hakar við að loknu verki. Forritið minnkar skriffinnsku og eykur yfirsýn að mati rannsakanda. 20. apríl 2024 15:36 Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. 14. apríl 2024 19:17 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. 14. maí 2024 07:54
Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. 21. apríl 2024 21:00
Fækkuðu tímum í skriffinnsku um tugi klukkustunda á mánuði Hjúkrunarfræðingum hefur tekist að minnka skriffinnsku um margar klukkustundir með notkun smáforritsins Iðunnar. Í forritinu eru forskráð verkefni sem starfsfólk hakar við að loknu verki. Forritið minnkar skriffinnsku og eykur yfirsýn að mati rannsakanda. 20. apríl 2024 15:36
Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. 14. apríl 2024 19:17