Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 14:00 „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um erjur Drake og Kendricks Lamar. EPA „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“ Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira