Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2024 12:06 Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í auknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun hefur sala á Ozempic, sem og megrunarlyfinu Saxenda, aukist gríðarlega síðustu ár. Tölur yfir seldar pakkningar af Ozempic ná aftur til febrúar 2019; það ár seldust 2816 pakkningar af Ozempic, eða um 256 á mánuði. Í fyrra seldust um 71.699 pakkningar, eða tæplega 6000 á mánuði, og sala því rúmlega tuttugufaldast. Svipaða sögu er að segja af Saxenda; árið 2018 seldust 427 pakkningar en í fyrra voru þær 23.126. Rúna Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir þessa þróun sambærilega við þá sem orðið hefur erlendis. Lyfjastofnun heldur ekki utan um fjölda þeirra sem eru á Ozempic en Rúna telur ljóst að þeim hafi fjölgað. „Síðast þegar við skoðuðum þetta voru um 8000 sjúklingar á þessu. Við höldum að þeir séu komnir upp í einhver 10.000, allavega. Þetta er aukning alls staðar. Það er mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og úrlausnum hvað varðar þyngdarstjórnun og líka sykursýki týpu 2.“ Er þetta eðlilegt, að svona sprenging verði í notkun á svona lyfi? „Það má alltaf spyrja sig að því. Þessum lyfjum er náttúrulega ávísað af læknum og þeir telja að þeirra sé þörf. Eins og við segjum þá er eftirpsurn, það hefur verið mikil þyngdaraukning.“ Greint var frá því í gær að Ozempic og Wegovy, annað megrunarlyf, virðast draga verulega úr líkum á hjartaáfalli, samkvæmt nýrri rannsókn. Rúna segir ekki tímabært að draga nokkra ályktun af þeirri rannsókn. Þá eigi enn þá ýmislegt eftir að koma í ljós varðandi hina auknu notkun á lyfjunum. „Oft kemur líka til viðbótar jákvætt, en líka neikvætt. Það er alltaf þessi ábati og áhætta að nota lyf. Og það kemur mest í ljós þegar mjög margir fara að nota þau, þá skýrast þessar línur,“ segir Rúna. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Ozempic er í grunninn sykursýkilyf en hefur í auknum mæli verið notað til að stuðla að þyngdartapi. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun hefur sala á Ozempic, sem og megrunarlyfinu Saxenda, aukist gríðarlega síðustu ár. Tölur yfir seldar pakkningar af Ozempic ná aftur til febrúar 2019; það ár seldust 2816 pakkningar af Ozempic, eða um 256 á mánuði. Í fyrra seldust um 71.699 pakkningar, eða tæplega 6000 á mánuði, og sala því rúmlega tuttugufaldast. Svipaða sögu er að segja af Saxenda; árið 2018 seldust 427 pakkningar en í fyrra voru þær 23.126. Rúna Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir þessa þróun sambærilega við þá sem orðið hefur erlendis. Lyfjastofnun heldur ekki utan um fjölda þeirra sem eru á Ozempic en Rúna telur ljóst að þeim hafi fjölgað. „Síðast þegar við skoðuðum þetta voru um 8000 sjúklingar á þessu. Við höldum að þeir séu komnir upp í einhver 10.000, allavega. Þetta er aukning alls staðar. Það er mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og úrlausnum hvað varðar þyngdarstjórnun og líka sykursýki týpu 2.“ Er þetta eðlilegt, að svona sprenging verði í notkun á svona lyfi? „Það má alltaf spyrja sig að því. Þessum lyfjum er náttúrulega ávísað af læknum og þeir telja að þeirra sé þörf. Eins og við segjum þá er eftirpsurn, það hefur verið mikil þyngdaraukning.“ Greint var frá því í gær að Ozempic og Wegovy, annað megrunarlyf, virðast draga verulega úr líkum á hjartaáfalli, samkvæmt nýrri rannsókn. Rúna segir ekki tímabært að draga nokkra ályktun af þeirri rannsókn. Þá eigi enn þá ýmislegt eftir að koma í ljós varðandi hina auknu notkun á lyfjunum. „Oft kemur líka til viðbótar jákvætt, en líka neikvætt. Það er alltaf þessi ábati og áhætta að nota lyf. Og það kemur mest í ljós þegar mjög margir fara að nota þau, þá skýrast þessar línur,“ segir Rúna.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 „Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45 Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22
„Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16. janúar 2024 14:45
Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 5. desember 2023 09:08