„Okkur dauðlangar í meira“ Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 12:31 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Arnar Halldórsson Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar. Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Ekkert annað en sigur gegn Aftureldingu í kvöld dugir Val til þess að halda lífi í vonum þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslit sem myndu bæta við enn einum úrslitaleik fyrir liðið Undanúrslitaeinvígi Vals og Aftureldingar stendur 2-1 fyrir Aftureldingu sem tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn FH með sigri í kvöld. Sigur sem myndi um leið henda Val út úr keppninni. Á sama tíma á Valur fyrir höndum tvo leiki gegn Olympiacos í úrslitaeinvígi Evrópubikarsins. Fyrri leikur liðanna fer fram í N1 höllinni á laugardaginn kemur. „Ég held að það sé þannig með alla. Leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta er svo gaman að það vilja allir bara meira og meira,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals, um stöðuna sem liðið er í. „Það er nokkuð ljóst að ef við náum ekki að klára Aftureldingu í kvöld þá er Íslandsmótið bara búið hjá okkur. Við erum í þeirri stöðu, líkt og önnur lið í kringum okkur, að okkur dauðlangar í meira.“ Hvernig horfir þá viðureignin í kvöld við þér? „Mér finnst Afturelding hafa verið örlítið betri í leik eitt og þrjú á sínum heimavelli. Við vorum síðan betri á okkar heimavelli. Annars hefur þetta bara verið jafnt og skemmtilegt. Bæði lið eru með mikið af skemmtilegum leikmönnum innanborðs. Komið út í undanúrslit eru alls konar lítil atriði sem skipta máli. Gamla tuggan með vörn, markvörslu og þannig lagað. Afturelding náði að loka á okkar styrkleika í síðasta leik. Þá voru þeir grimmari og fastari fyrir. Við þurfum að svara því í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ Stuðningsfólk Vals er dekrað með góðum árangri þessa dagana og í gær gerði karlaliðið sér í körfuboltanum lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla með sigri á Njarðvík í oddaleik liðanna í N1 höllinni. Stemningin á leiknum var mögnuð. Eitthvað sem Óskar Bjarni vonar að verði einnig raunin í kvöld. „Það ætla ég að vona. Ég veit að stuðningsmenn Aftureldingar munu fjölmenna úr Mosfellsbænum. Það er mín von að þessi skemmtilega veisla haldi áfram í N1 höllinni í kvöld. Þetta var náttúrulega bara frábært í gær. Stórkostlegt að fá körfuna í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Gaman að sjá körfusamfélagið í Val hafa vaxið svona undanfarin ár. Það gefur mér sem Valsara mikið. Svo er þetta bara leikur hjá okkur í kvöld. Stelpurnar spila þriðja leik sinn í úrslitunum á morgun og körfuboltaeinvígið hjá strákunum byrjar á föstudaginn. Þá er einnig bikarleikur hjá körlunum í fótboltanum og við spilum fyrri úrslitaleik okkar við Olympiacos á laugardaginn. Þetta tekur á en eru bara forréttindi og skemmtilegt fyrir Valsfólk. Algjör Veisla. Þegar að það er komið fram í þennan tíma. Vorið. Þá viltu vera í þessari stöðu. Við duttum út í átta liða úrslitunum í fyrra eftir stórkostlegan vetur. Vetur sem við vorum mjög stoltir af og tók mikið á. Núna erum við með liðið á ágætum stað. Það er alltaf eitthvað smá hnjask eins og gefur að skilja, líkt og er hjá öllum liðum. Að vera í undanúrslitum í Íslandsmóti og úrslitum í Evrópukeppni á sama tíma er náttúrulega bara það skemmtilegasta sem við gerum. Við þurfum bara að kalla fram allt það besta í okkur. Alla orku.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira