Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 11:24 Gunnar Geir hjá Samgöngustofu og Hrefna hjá Sjóvá segja fólk geta gert ýmislegt til að takmarka truflun á meðan ekið er. Samsett Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, WHO, telur að akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþátt umferðarslysa í heiminum. Fólk sem noti síma við akstur sé allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Í tilkynningu um átakið segir að þótt svo að notkun á handfrjálsum búnaði hafi aukist síðustu ár hafi farsímanotkun án slíks búnaðar einnig aukist sem er miður. Flestir eru sammála um að það sé hættulegt að nota síma undir stýri en samt nota um 25 til 40 prósent ökumanna símann þegar þau keyra. Vísir/Getty Rannsóknir hafi einnig sýnt að truflun af völdum farsíma skerðir frammistöðu bílstjóra á ýmsa vegu. Viðbragðstíminn verður lengri einkunn við hemlun en einnig viðbrögð við umferðarmerkjum og ljósum. „Þetta er allt of algengt,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu og að samkvæmt þeirra rannsóknum séu um 25 til 40 prósent fólks sem skoði símann á meðan það ekur. Á sama tíma eru 95 prósent sammála um að þetta sé hættulegt. Gunnar Geir og Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, fóru yfir málið í Bítinu á Bylgjunni. Ungt fólk truflast mest Rannsóknir Samgöngustofu sýna einnig að tæplega sextíu prósent ökumanna segja að farsímanotkun annarra ökumanna í umferðinni trufli þá eða auki álag á þá við akstur. Ef skoðað er hvaða hópar truflast mest við notkun annarra á farsíma í umferðinni sést að þessi hegðun hefur mest áhrif á fólk á aldrinum 18 til 34 ára. Góð ráð fyrir fólk í umferð. Gunnar Geir segir þetta algengara hjá yngra fólki og þau sömuleiðis í meiri hættu vegna reynsluleysis við akstur. „En ekkert okkar ræður við þetta. Við getum ekki gert tvennt í einu.“ Hrefna bendir á að farsímar séu í raun tölvur og fólk sé að nota þá til að tala, horfa og taka myndbönd. Lögreglan hafi jafnvel greint frá því að hafa stöðvað fólk sem er að horfa á þætti á meðan það er að keyra. „Sem er galið þegar maður hugsar út í það,“ segir Hrefna. Svo séu það símtölin sem á sama tíma eru oftast nær ekki mjög mikilvæg. Snúist um það hvenær fólk komi heim, hvað sé í matinn, hver fari í búðina. Eitthvað sem megi bíða en fólk bregðist við þegar það heyri í titringi, pípi eða einhverju öðru. Hrefna segir síma eins og tölvur í dag og fólk noti þá þannig. Aðsend Hrefna segir að í átakinu sé því lögð áhersla á að fólk stjórni hegðun sinni sjálft og seti akstursstillingu á símann. Í stýrikerfum flestra síma sé hægt að stilla símann þannig að hann tengist Bluetooth græjum og sendi jafnvel skilaboð sjálfkrafa um að einstaklingurinn sem eigi símann sé að keyra. Hvað varðar slys og farsímaakstur segir Gunnar Geir að samkvæmt erlendum rannsóknum séu það allt á bilinu 12 til 25 prósent slysa sem verða vegna farsímanotkunar. Það samsvari því að um 200 á Íslandi séu slasaðir á ári í umferðarslysum vegna notkunar farsíma. Eigi að láta alla skjái vera Í viðtalinu ræddu þau einnig um skjái sem eru með stóra skjái þar sem hægt er að senda skilaboð, horfa, tala í síma eða skoða kort. Gunnar Geir að samkvæmt lögunum eigi fólk að láta þennan skjá líka vera á meðan það ekur. „Eins og með navigation. Við þurfum að stilla áður en við leggjum af stað eða stoppa til að stilla það. Það er sama með tónlistina,“ segir hann og að ef fólk ætli að finna nýjan lagalista eða lag þá eigi það að bíða þar til það er ekki lengur að keyra. Gunnar segir lögin skýr um að það megi ekki nota neina skjái undir stýri, Vísir/Arnar Þau benda á að sektin fyrir að tala í síma undir stýri er 40 þúsund og einn punktur í skírteinið. Lögreglan sektar á grundvelli þess sem þau sjá. 125 metrar á fimm sekúndum Þá bendir Hrefna á að ef fólk ekur á 90 kílómetra hraða og lítur af veginum í fimm sekúndur á símann má gera ráð fyrir að bílnum hafi verið ekið 125 metra. Það sé meira en heill fótboltavöllur. Þá bentu þau á að þegar fólk ekur með farþega fram í eigi það að nýta sér hann sem aðstoðarbílstjóra. Hann geti séð um símann, lagalistann, kortið og allt slíkt. Á vefsíðunni skjahaetta.is er að finna kennslumyndband sem sýnir hvernig hægt er að setja farsíma á akstursstillingu.Þar er einnig að finna ýmis góð ráð, ýmist fræðsluefni og fjölda annarra upplýsinga um herferðina. Umferð Umferðaröryggi Bítið Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, WHO, telur að akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþátt umferðarslysa í heiminum. Fólk sem noti síma við akstur sé allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Í tilkynningu um átakið segir að þótt svo að notkun á handfrjálsum búnaði hafi aukist síðustu ár hafi farsímanotkun án slíks búnaðar einnig aukist sem er miður. Flestir eru sammála um að það sé hættulegt að nota síma undir stýri en samt nota um 25 til 40 prósent ökumanna símann þegar þau keyra. Vísir/Getty Rannsóknir hafi einnig sýnt að truflun af völdum farsíma skerðir frammistöðu bílstjóra á ýmsa vegu. Viðbragðstíminn verður lengri einkunn við hemlun en einnig viðbrögð við umferðarmerkjum og ljósum. „Þetta er allt of algengt,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu og að samkvæmt þeirra rannsóknum séu um 25 til 40 prósent fólks sem skoði símann á meðan það ekur. Á sama tíma eru 95 prósent sammála um að þetta sé hættulegt. Gunnar Geir og Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, fóru yfir málið í Bítinu á Bylgjunni. Ungt fólk truflast mest Rannsóknir Samgöngustofu sýna einnig að tæplega sextíu prósent ökumanna segja að farsímanotkun annarra ökumanna í umferðinni trufli þá eða auki álag á þá við akstur. Ef skoðað er hvaða hópar truflast mest við notkun annarra á farsíma í umferðinni sést að þessi hegðun hefur mest áhrif á fólk á aldrinum 18 til 34 ára. Góð ráð fyrir fólk í umferð. Gunnar Geir segir þetta algengara hjá yngra fólki og þau sömuleiðis í meiri hættu vegna reynsluleysis við akstur. „En ekkert okkar ræður við þetta. Við getum ekki gert tvennt í einu.“ Hrefna bendir á að farsímar séu í raun tölvur og fólk sé að nota þá til að tala, horfa og taka myndbönd. Lögreglan hafi jafnvel greint frá því að hafa stöðvað fólk sem er að horfa á þætti á meðan það er að keyra. „Sem er galið þegar maður hugsar út í það,“ segir Hrefna. Svo séu það símtölin sem á sama tíma eru oftast nær ekki mjög mikilvæg. Snúist um það hvenær fólk komi heim, hvað sé í matinn, hver fari í búðina. Eitthvað sem megi bíða en fólk bregðist við þegar það heyri í titringi, pípi eða einhverju öðru. Hrefna segir síma eins og tölvur í dag og fólk noti þá þannig. Aðsend Hrefna segir að í átakinu sé því lögð áhersla á að fólk stjórni hegðun sinni sjálft og seti akstursstillingu á símann. Í stýrikerfum flestra síma sé hægt að stilla símann þannig að hann tengist Bluetooth græjum og sendi jafnvel skilaboð sjálfkrafa um að einstaklingurinn sem eigi símann sé að keyra. Hvað varðar slys og farsímaakstur segir Gunnar Geir að samkvæmt erlendum rannsóknum séu það allt á bilinu 12 til 25 prósent slysa sem verða vegna farsímanotkunar. Það samsvari því að um 200 á Íslandi séu slasaðir á ári í umferðarslysum vegna notkunar farsíma. Eigi að láta alla skjái vera Í viðtalinu ræddu þau einnig um skjái sem eru með stóra skjái þar sem hægt er að senda skilaboð, horfa, tala í síma eða skoða kort. Gunnar Geir að samkvæmt lögunum eigi fólk að láta þennan skjá líka vera á meðan það ekur. „Eins og með navigation. Við þurfum að stilla áður en við leggjum af stað eða stoppa til að stilla það. Það er sama með tónlistina,“ segir hann og að ef fólk ætli að finna nýjan lagalista eða lag þá eigi það að bíða þar til það er ekki lengur að keyra. Gunnar segir lögin skýr um að það megi ekki nota neina skjái undir stýri, Vísir/Arnar Þau benda á að sektin fyrir að tala í síma undir stýri er 40 þúsund og einn punktur í skírteinið. Lögreglan sektar á grundvelli þess sem þau sjá. 125 metrar á fimm sekúndum Þá bendir Hrefna á að ef fólk ekur á 90 kílómetra hraða og lítur af veginum í fimm sekúndur á símann má gera ráð fyrir að bílnum hafi verið ekið 125 metra. Það sé meira en heill fótboltavöllur. Þá bentu þau á að þegar fólk ekur með farþega fram í eigi það að nýta sér hann sem aðstoðarbílstjóra. Hann geti séð um símann, lagalistann, kortið og allt slíkt. Á vefsíðunni skjahaetta.is er að finna kennslumyndband sem sýnir hvernig hægt er að setja farsíma á akstursstillingu.Þar er einnig að finna ýmis góð ráð, ýmist fræðsluefni og fjölda annarra upplýsinga um herferðina.
Umferð Umferðaröryggi Bítið Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29