Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 23:03 Benedikt Guðmundsson er hættur með Njarðvík Vísir / Anton Brink Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið. „Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
„Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31