Álftin breyttist í dreka og rak hundinn upp úr með látum Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 17:09 Ronja og hundurinn Úlfur Tiro. Hann er í lagi en sjálfsvirðingin aðeins moluð eftir viðureignina við hina grimmu álft. aðsend Ronja Auðunsdóttir ævintýrakona og söngkona lenti heldur betur í hasar þegar hún var úti að viðra son sinn og hund sem heitir Úlfur Tiro. Grimm álft réðist að hundinum sem slapp en við illan leik. Náttúran í öllu sínu veldi. „Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja. Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Fallegt að sjá hvernig svanurinn breiddi út vængina og óð í hundinn. Hann átti aldrei „breik“. Ekki í vatninu. Álftin breyttist í dreka á þessu augnabliki og það var fallegt,“ segir Ronja Auðunsdóttir. Ronja náði alveg ótrúlegu myndbandi en hún hafði verið á gangi við Ástjörn í Hafnarfirði ásamt með syni sínum Krumma og Úlfi Tiro, hundinum þeirra sem er Schafer, eða þýskur fjárhundur. Enginn smáhundur. Úlfi Tiro alveg sama um öll skilti „Nei, þá þyrfti engin að spyrja af leikslokun ef þetta hefði verið á landi, það er allt annað dæmi, þar er hundurinn á sínum heimavelli. Hann kom út í meira en tveggja kílómetra fjarlægð. Þetta var rosalegt og stórkostlegt að sjá.“ Þetta var í raun algjört óhapp að hundurinn var laus. Krummi, sem er ellefu ára og Ronja, voru í löngum göngutúr og hundurinn var þyrstur. „Krummi hélt um ólina og missti takið. Þá auðvitað greip hundurinn tækifærið og fékk sér góðan sundsprett. Þetta er bara dýr. Ekki horfir hann á skiltin þar sem sagt er að lausaganga hunda sé stranglega bönnuð. Og ef hann gæti það þá væri honum drullu sama,“ segir Ronja og hlær. Sjálfsvirðing hundsins löskuð Ronja hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem fólk vill vanda við um hana, að hundurinn megi ekki vera laus og hún hefði átt að vaða út í vatnið og koma honum til bjargar. Ronja gefur ekki mikið fyrir það. „Það var algjör heppni að ég var að taka upp myndband af hundinum og syni mínum í fallegri náttúrunni þegar þetta gerist. Og ég var með stillt á „slow motion“ sem var ennþá flottara!“ Úlfur Tiro kann betur við sig á þurru landi, eftir viðureignina við hinn grimma svan.aðsend Ronja segir að bæði hún og Krummi sonur hennar, séu miklir dýravinir og þau elska náttúruna – bera mikla virðingu fyrir henni. „En þarna var um óhapp að ræða, að hann skildi sleppa en ég sé ekki eftir neinu ég hélt ró minni í aðstæðum sem ég réði ekki við en náði þar með stórkostlegu myndbandi af náttúrunni í allri sinni dýrð. Fólk má dæma mig, ég lifi það af. Ég hugsa ekki út í smásálirnar sem nærast á óförum annarra,“ segir Ronja. Hún segir að engum hafi orðið meint af, hundurinn sé í lagi nema sjálfsvirðingin. „Honum líður eins og smánuðum en hann jafnar sig. Hann var heppinn,“ segir Ronja.
Dýr Fuglar Hafnarfjörður Hundar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira