Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 20:58 Sara og Precious kynntust á Tinder. Þau urðu fyrst vinir en það breyttist svo í ást. Aðsend Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. Flogið var með hópinn til Frankfurt seint í gær þar sem þau sameinuðust svo stærri hópi Nígeríumanna sem var einnig verið að flytja til Nígeríu í flugvél á vegum Frontex. Flugvél Frontex lenti í Lagos um hádegisbil í dag að íslenskum tíma. Lögmannsstofan Norðdahl, Narfi og Silva hafa séð um mál Precious frá því að hann kom til landsins. Vegna þess að giftingin fór fram eftir að Precious hafði fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd þurfti hann að sækja um makaleyfi til að fá að vera á landinu. Hann hafði þegar sótt um það. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans er meginreglan sú að fólk í hans stöðu þurfi að fara af landinu á meðan það bíður eftir slíku leyfi en það má veita undanþágu. Sara ætlar að fara til Nígeríu ef þess þarf. Vísir/Bjarni Eiginkona Precious, Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir, vissi ekki af yfirvofandi brottvísun fyrr en í gær. „Hann hringdi í mig á Facetime á Snapchat. Ég var í ræktinni og hann sagði mér að hann væri handtekinn og að þau myndu taka símann. Hann sagði mér að hringja í lögfræðinginn sinn og ég fór þangað.“ Fékk ekki að kveðja Lögfræðingar hennar hófu þá um leið samtal við lögregluna um að fá leyfi fyrir Söru til að kveðja Precious. Lögreglan vildi ekki veita það leyfi og Sara segir það versta við þetta allt. „Þau vildu ekki gefa neinar upplýsingar eða neitt þannig. Þau leyfðu mér ekki að hitta hann. Ég fór sjálf í morgun og fékk ekki að segja bæ,“ segir Sara. Auk þess hafi síminn verið tekinn af honum og því hafi hún ekki getað heyrt í honum. Sara segir hrikalegt að hafa ekki fengið að kveðja Precious. Aðsend Precious og Sara hafa verið saman í um tvö ár en giftu sig í febrúar á þessu ári. Síðustu mánuði hefur hann verið í fullri vinnu á lagernum hjá Jysk. Fréttastofa hefur séð hjúskaparvottorð og atvinnuleyfi Precious sem staðfestir þetta. „Við vorum búin að ákveða að gifta okkur í einhvern tíma. Því maður veit aldrei hvað gerist. Svo var bara svo mikil pressa og við vorum mjög ástfangin og ákváðum að gera þetta í flýti.“ Hún segir að hann hafi svo sótt um makaleyfi og kannast ekki við að hafa fengið upplýsingar um að giftingin myndi ekki breyta neinu fyrir brottvísun Precious. „Ég fékk allavega ekki neitt, en okkur var sagt í dag að hann hefði átt að fá bréf. Að hann fékk neikvætt áður en við giftum okkur, en hvorugt okkar fékk bréf til að vara okkur við að hann fékk neitun. Þannig við vissum ekki neitt.“ Kom frá Úkraínu Precious kom til landsins frá Úkraínu fyrir um tveimur árum eftir að hafa dvalið þar í eitt ár að spila fótbolta. Þegar stríðð braust út þar kom hann hingað til Íslands í von um að finna betra líf. Fyrir átti hann einn frænda hér sem hefur komið sér fyrir á Íslandi. Sara segir það hafa verið mikið áfall að fá símtalið frá Precius í gær. „Mér líður náttúrulega ömurlega. Ég er ekki búin að borða neitt eða sofa síðan í gær. Ég svaf í einn og hálfan tíma í nótt.“ Hún veit ekki hvenær eða hvar þau munu hittast aftur en bíður þess að heyra frá móður hans í Lagos hvort hann sé kominn aftur. Þannig þú ert bara að bíða? „Já. Þetta tekur tíma og er mjög erfitt.“ Nígería Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ástin og lífið Tengdar fréttir Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. 14. maí 2024 12:02 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. 13. maí 2024 17:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Flogið var með hópinn til Frankfurt seint í gær þar sem þau sameinuðust svo stærri hópi Nígeríumanna sem var einnig verið að flytja til Nígeríu í flugvél á vegum Frontex. Flugvél Frontex lenti í Lagos um hádegisbil í dag að íslenskum tíma. Lögmannsstofan Norðdahl, Narfi og Silva hafa séð um mál Precious frá því að hann kom til landsins. Vegna þess að giftingin fór fram eftir að Precious hafði fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd þurfti hann að sækja um makaleyfi til að fá að vera á landinu. Hann hafði þegar sótt um það. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans er meginreglan sú að fólk í hans stöðu þurfi að fara af landinu á meðan það bíður eftir slíku leyfi en það má veita undanþágu. Sara ætlar að fara til Nígeríu ef þess þarf. Vísir/Bjarni Eiginkona Precious, Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir, vissi ekki af yfirvofandi brottvísun fyrr en í gær. „Hann hringdi í mig á Facetime á Snapchat. Ég var í ræktinni og hann sagði mér að hann væri handtekinn og að þau myndu taka símann. Hann sagði mér að hringja í lögfræðinginn sinn og ég fór þangað.“ Fékk ekki að kveðja Lögfræðingar hennar hófu þá um leið samtal við lögregluna um að fá leyfi fyrir Söru til að kveðja Precious. Lögreglan vildi ekki veita það leyfi og Sara segir það versta við þetta allt. „Þau vildu ekki gefa neinar upplýsingar eða neitt þannig. Þau leyfðu mér ekki að hitta hann. Ég fór sjálf í morgun og fékk ekki að segja bæ,“ segir Sara. Auk þess hafi síminn verið tekinn af honum og því hafi hún ekki getað heyrt í honum. Sara segir hrikalegt að hafa ekki fengið að kveðja Precious. Aðsend Precious og Sara hafa verið saman í um tvö ár en giftu sig í febrúar á þessu ári. Síðustu mánuði hefur hann verið í fullri vinnu á lagernum hjá Jysk. Fréttastofa hefur séð hjúskaparvottorð og atvinnuleyfi Precious sem staðfestir þetta. „Við vorum búin að ákveða að gifta okkur í einhvern tíma. Því maður veit aldrei hvað gerist. Svo var bara svo mikil pressa og við vorum mjög ástfangin og ákváðum að gera þetta í flýti.“ Hún segir að hann hafi svo sótt um makaleyfi og kannast ekki við að hafa fengið upplýsingar um að giftingin myndi ekki breyta neinu fyrir brottvísun Precious. „Ég fékk allavega ekki neitt, en okkur var sagt í dag að hann hefði átt að fá bréf. Að hann fékk neikvætt áður en við giftum okkur, en hvorugt okkar fékk bréf til að vara okkur við að hann fékk neitun. Þannig við vissum ekki neitt.“ Kom frá Úkraínu Precious kom til landsins frá Úkraínu fyrir um tveimur árum eftir að hafa dvalið þar í eitt ár að spila fótbolta. Þegar stríðð braust út þar kom hann hingað til Íslands í von um að finna betra líf. Fyrir átti hann einn frænda hér sem hefur komið sér fyrir á Íslandi. Sara segir það hafa verið mikið áfall að fá símtalið frá Precius í gær. „Mér líður náttúrulega ömurlega. Ég er ekki búin að borða neitt eða sofa síðan í gær. Ég svaf í einn og hálfan tíma í nótt.“ Hún veit ekki hvenær eða hvar þau munu hittast aftur en bíður þess að heyra frá móður hans í Lagos hvort hann sé kominn aftur. Þannig þú ert bara að bíða? „Já. Þetta tekur tíma og er mjög erfitt.“
Nígería Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ástin og lífið Tengdar fréttir Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. 14. maí 2024 12:02 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04 Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. 13. maí 2024 17:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. 14. maí 2024 12:02
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. 13. maí 2024 23:04
Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. 13. maí 2024 17:38