Margur fer að verða forvitinn um stöðu mála á hálendinu á þessum árstíma. Jeppaferðir og gönguferðir eru planaðar við eldhúsborðið heima. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók við Torfajökulssvæðið, nærri Landmannalaugum og á fyrirhuguðu virkjunarsvæði í Þjórsá. Þá náði hann myndum af fallegum folöldum sem eru komin á legg.










