Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2024 12:53 Um þrjátíu ár eru frá því að Magnús Scheving skapaði Latabæ. Aðsend Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. Frá þessu segir í tilkynningu. Þar segir að árið 2011 hafi Turner-samsteypan keypt LazyTown og sett þá inn pöntun fyrir tuttugu og sex nýja sjónvarpsþætti. Framleiðslan kostaði á þeim tíma yfir 25 milljónir dollara. „Framleiðsla nýju þáttanna var unnin í Studio Lazytown í Garðabænum, líkt og allir sjónvarpsþættir Lazytown, þar á undan. Við það jókst eignasafn Lazytown í 97 hálftíma sjónvarpsþætti fyrir börn og voru á þessum tíma sýndir í 170 löndum og náðu til 500 milljónir heimila. LazyTown er enn í dag eitt þekkasta vörumerki Íslands og var gríðarlega vinsælt í sjónvarpi úti um allan heim. Þættirnir slógu áhorfsmet í Bandaríkjunum, Þýskalandi, á Englandi og Spáni og víðsvegar í Suður Ameríku og Ástralíu. Einnig unnu þeir til fjölda verðlauna og hlutu meðal annars hin virtu BAFTA sjónvarpsverðlaun. LazyTown er 30 ára á þessu ári og verður haldið upp á tímamótin en vörumerkið var mikil lyftistöng fyrir íslenskan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað á sínum tíma. Skapaði það hundruði starfa í þau 26 ár sem fyrirtækið starfaði hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Magnúsi að það sé mikill heiður að tryggja kaupin á LazyTown og ljúft fyrir sig að ná „barninu sínu“ aftur heim. „Ekki síður er mikið gleðiefni að geta lagt sitt af mörkum til að stuðla að bættri heilsu barna enn á ný um heim allan. Þau börn sem ólust upp við að horfa á LazyTown eru núna að verða foreldrar og þekkja hvað LazyTown stendur fyrir og í því liggja mikil tækifæri.“ Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu. Þar segir að árið 2011 hafi Turner-samsteypan keypt LazyTown og sett þá inn pöntun fyrir tuttugu og sex nýja sjónvarpsþætti. Framleiðslan kostaði á þeim tíma yfir 25 milljónir dollara. „Framleiðsla nýju þáttanna var unnin í Studio Lazytown í Garðabænum, líkt og allir sjónvarpsþættir Lazytown, þar á undan. Við það jókst eignasafn Lazytown í 97 hálftíma sjónvarpsþætti fyrir börn og voru á þessum tíma sýndir í 170 löndum og náðu til 500 milljónir heimila. LazyTown er enn í dag eitt þekkasta vörumerki Íslands og var gríðarlega vinsælt í sjónvarpi úti um allan heim. Þættirnir slógu áhorfsmet í Bandaríkjunum, Þýskalandi, á Englandi og Spáni og víðsvegar í Suður Ameríku og Ástralíu. Einnig unnu þeir til fjölda verðlauna og hlutu meðal annars hin virtu BAFTA sjónvarpsverðlaun. LazyTown er 30 ára á þessu ári og verður haldið upp á tímamótin en vörumerkið var mikil lyftistöng fyrir íslenskan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað á sínum tíma. Skapaði það hundruði starfa í þau 26 ár sem fyrirtækið starfaði hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Magnúsi að það sé mikill heiður að tryggja kaupin á LazyTown og ljúft fyrir sig að ná „barninu sínu“ aftur heim. „Ekki síður er mikið gleðiefni að geta lagt sitt af mörkum til að stuðla að bættri heilsu barna enn á ný um heim allan. Þau börn sem ólust upp við að horfa á LazyTown eru núna að verða foreldrar og þekkja hvað LazyTown stendur fyrir og í því liggja mikil tækifæri.“
Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira