Hjartastaður – hvaðan ertu? Anna Sigríður Melsteð skrifar 14. maí 2024 13:00 Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Söfn þekkjum við flest sem stofnun sem safnar og sýnir athyglisverða muni. Allt frá því að fyrstu almenningssöfnin litu dagsins ljós á 17. öld hefur þeim fjölgað en hlutverk þeirra var í upphafi m.a. það að mennta alþýðuna og halda henni upplýstri. Söfn fóru að safna markvisst og svæðisbundið munum og heimildum og undirstrikuðu þannig sjálfstæði þjóða og sérstæði þjóðarhópa. Íslensk söfn koma til sögunnar talsvert seinna eða undir lok 19. aldarinnar þegar forngripasafnið, síðar Þjóðminjasafn Íslands, var stofnað. Byggðasöfn á landsbyggðinni byggðust upp á fyrri hluta 20. aldar og var þeim einkum ætlað það hlutverk að varðveita bændamenninguna og þá menningu sem var að hverfa við myndun þéttbýlis. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað árið 1956 en fyrsta grunnsýning þess var opnuð árið 2001 í nýuppgerðu húsi sem Árni Thorlacius reisti 1832 í Stykkishólmi. Ný grunnsýning safnsins, Hjartastaður, opnaði haustið 2023. Þegar ákveðið var að breyta um grunnsýningu safnsins lá fyrir að efnistök nýrrar sýningar yrðu um margt ólík fyrri sýningu sem sýndi heldra heimili á ofanverðri 19. öld. Mörg söfn, og þar með talið Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, hafa í gegnum tíðina sætt gagnrýni fyrir stefnu sína í sýningahaldi m.a. fyrir nýlendustefnu, að hylla feðraveldið, að einblína á menningu yfirstétta í sýningum sínum og fyrir skort á miðlun alþýðumenningar. Þegar ákveðið var að setja upp nýja grunnsýningu á Byggðasafninu var settur á stofn stýrihópur með það að markmiði að eiga samtal við íbúa svæðisins um nýju sýninguna. Niðurstöður þeirrar vinnu var að sýningin skyldi endurspegla sögu og menningu Snæfellsness alls á 20. öld, þar sem sagan yrði sögð frá sjónarhóli ungs fólks á svæðinu. Í þessum áherslum var sleginn nýr tónn fyrir safnið, þar sem óskir um að ungt fólk á þröskuldi fullorðinsára segði sínar sögur úr heimahögunum og tengsl sín við þá, að raddir sem sjaldan fá pláss í sýningum tækju sviðið, ef svo má að orði komast. Þessar áherslur kölluðu á rannsóknir á efninu og var ráðist í þær í kjölfar vinnu stýrihópsins. Tíu djúpviðtöl við einstaklinga á ýmsum aldri voru hljóðrituð á tveggja ára tímabili og á sama tíma voru settar fram spurningakannanir á samfélagsmiðlum og svörum safnað saman til skoðunar fyrir handrit sýningarinnar. Rannsóknin dró fram efnivið í tengslum við menningararf Snæfellsness þar sem almenningi er gefin rödd og sýningarhandrit byggði að stórum hluta á. Gögnin sýna m.a. fram á djúp staðartengsl íbúa við staðinn, hjartastaðinn, sinn á Snæfellsnesi. Á það bæði við um náttúru og umhverfi staðarins ekki síður en samfélag hvers staðar fyrir sig. Þannig er það ríkt persónueinkenni meðal íbúa á Snæfellsnesi að kenna sig við staðinn sinn. Sýningin er sambland af þematengdri- og tímalínunálgun þar sem gestum hennar er boðið upp á að draga eigin ályktanir auk þess sem þeim er gefið tækifæri til að yfirfæra á aðrar aðstæður og einstaklinga sem og því að spegla þær við sjálf sig þegar hún er skoðuð. Rannsóknarvinna í aðdraganda sýningar skiptir sköpum svo vel takist til. Hún byggir upp efni þeirra og er á sama tíma nýr fróðleikur sem verður að kveikjum fyrir hugleiðingar gesta hennar. Það að leyfa nýjum röddum að heyrast, breyta um sjónarhorn og skoða hluti í nýju ljósi kallar á öflugt rannsóknarstarf og er nauðsynlegt svo söfn geti haldið áfram að breytast og þróast með samfélaginu. Höfundur er þjóðfræðingur og sýningarstjóri Hjartastaðar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun