Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði yfirleitt á bilinu sex til tólf stig og mildast syðst.
„Á morgun snýst í suðaustanátt, 5-10 m/s og dálitlar skúrir sunnan- og vestantil, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Þá hlýnar aðeins í veðri, og útlit fyrir að hlýjast verði norðaustanlands, hiti að 14 stigum þar,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðaustan 5-10 m/s og dálitlar skúrir, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað að mestu og dálítil væta vestanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-10. Skýjað með köflum og víða lítilsháttar væta, en fer að rigna sunnan- og vestantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt, víða á bilinu 8-13 m/s. Skúrir eða rigning, en slydda til fjalla og hiti 4 til 10 stig.
Á sunnudag (hvítasunnudagur): Vestlæg og síðar norðlæg átt. Rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en bjart með köflum á Suðurlandi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðaustantil.
Á mánudag (annar í hvítasunnu): Útlit fyrir austlæga átt og rigningu. Hiti breytist lítið.