Sara upp um tíu sæti á heimslistanum en tvær íslenskar fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 09:31 Sara Sigmundsdóttir er á uppleið á heimslistanum en hún þarf að gera mjög vel í undanúrslitamótinu í Frakklandi um næstu helgi ætli hún að komast aftur á heimsleikana. @sarasigmunds Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað bestu í heimi á nýjum heimslista CrossFit samtakanna en hann var gefinn út áður en undanúrslitamótin fara fram. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira