Aðrir frambjóðendur en efstu tveir eigi töluvert langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 19:55 Eiríkur telur líklegast að fremstu konur í kapphlaupinu að Bessastöðum, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir, verði það áfram. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir allt útlit fyrir tveggja hesta kapphlaup fram að kjördegi. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast jafnar í nýjustu könnun Gallup. Kappræður Ríkisútvarpsins fyrir rúmri viku virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent