Aðrir frambjóðendur en efstu tveir eigi töluvert langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 19:55 Eiríkur telur líklegast að fremstu konur í kapphlaupinu að Bessastöðum, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir, verði það áfram. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir allt útlit fyrir tveggja hesta kapphlaup fram að kjördegi. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast jafnar í nýjustu könnun Gallup. Kappræður Ríkisútvarpsins fyrir rúmri viku virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira