Liðunum gekk illa að skora í leiknum í dag eins og lokatölurnar bera með sér. Argentína komst í 5-1 en Króatar voru yfir í hálfleik, 11-10, og komust mest í 15-11.
Þeir urðu þó að láta eins marks sigur nægja þrátt fyrir að Matej Mandic næði að verja 20 skot í markinu, samkvæmt frétt 24 Sata. Ivan Martinovic var markahæstur í dag með átta mörk.
Eins og fyrr segir töpuðu Króatar 32-26 fyrir heimamönnum í Noregi á fimmtudaginn og lokaleikur þeirra á mótinu er svo við heimsmeistara Danmerkur á morgun.