Stuðningsmenn stöðvuðu liðsrútuna og leik Standard frestað Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:30 Stuðningsmenn Standard Liege hafa verið duglegir við að láta í ljós óánægju sína með bandaríska eigendur félagsins; 777 Partners. Getty/Sebastien Smets Belgíska stórveldið Standard Liege má muna fífil sinn fegurri og óánægðir stuðningsmenn ollu því að liðið gat ekki spilað leik sinn við Westerlo í gærkvöld. Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik. Belgíski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik.
Belgíski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira