Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. maí 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. Greint var frá því á Vísi í vikunni að liðsmenn í undir 18 ára landsliði kvenna í handbolta þyrftu að greiða 600 þúsund krónur á haus til að keppa á heimsmeistaramótinu í Kína í ár. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, móðir stúlku í liðinu, furðar sig á kostnaðinum og sagði þetta kaldar kveðjur til ungs afreksíþróttafólks. „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ spurði Jóhanna. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýndi stuðnings ríkisins sömuleiðis, eða öllu heldur skortinn þar á. Fjögur yngri landslið á vegum HSÍ eru á leið á stórmót í sumar, U18 og U20 karla og kvenna, og verulegur kostnaður fylgir hverri ferð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, harmar stöðuna. „Þetta er í raun og veru alveg hörmulegt. Að við séum að varpa hundruðum þúsunda á heimilin í landinu til að taka þátt á stórmóti fyrir Íslands hönd er í raun grafalvarlegt mál. Við hljótum að spyrja okkur að því af hverju þetta þarf að vera svona á landi eins og Íslandi. Við sjáum það hjá nágrannaþjóðum okkar að styrkir til afreksíþrótta eru töluvert hærri heldur en nokkurn tíma hérna á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Framlög ríkisins hækkuðu hratt milli 2015 og 2019 en hafa síðan staðið í stað, og raunar lækkað lítillega.Vísir/Hjalti Um sé að kenna ferðakostnaði sem fari hækkandi hvert ár á meðan framlag ríkisins til afreksstarfs stendur í stað. Greiðslur ríkisins í afrekssjóð fóru ört hækkandi á árunum 2015 til 2019, úr 70 milljónum í 400, en hefur nú staðið í stað í sex ár. Á sama tíma hefur kostnaður af afreksstarfi aukist gríðarlega en heildarkostnaður sérsambanda af afreksstarfi reis úr 1,5 milljarði í 2,5 milljarða milli 2020 og 2021 og haldið áfram að hækka. Á meðan framlag ríkisins stendur í stað margfaldast kostnaður sambandanna.Vísir/Hjalti Hver eru skilaboðin frá HSÍ til þeirra sem fjárvaldið hafa? „Við verðum að gera betur. Við getum ekki verið að fara eftir efnahag foreldra hvort við getum sent börnin sem eiga að keppa fyrir Ísland á lokamótum. Það er með ólikindum og við verðum að breyta þessu, og breyta þessu strax,“ segir Róbert Geir. Ráðherra sammælist því að staðan sé slæm Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að ekki sé hægt að bregðast við strax en aðgerða sé von á næstu mánuðum. „Við erum ekki með fjárheimilidir á yfirstandandi ári til að mæta því en við verðum með aukningu á næsta ári. Við erum að undirbúa okkur að geta komið inn í það þá. Þetta hefur í alltof langan tíma höfum við ekki verið að gera nægilega vel í þessum málum,“ segir Ásmundur. Aðspurður um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist við fyrr og af hverju upphæðir í afrekssjóð hafi ekki hækkað segir Ásmundur: „Íþróttirnar hafa ekki verið verðbættar í fjárlögum, þannig að þessar upphæðir hafa lækkað að raungildi. Við munum sjá það breytast á næsta ári.“ Vísir/Vilhelm Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta HSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00 Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í vikunni að liðsmenn í undir 18 ára landsliði kvenna í handbolta þyrftu að greiða 600 þúsund krónur á haus til að keppa á heimsmeistaramótinu í Kína í ár. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, móðir stúlku í liðinu, furðar sig á kostnaðinum og sagði þetta kaldar kveðjur til ungs afreksíþróttafólks. „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ spurði Jóhanna. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýndi stuðnings ríkisins sömuleiðis, eða öllu heldur skortinn þar á. Fjögur yngri landslið á vegum HSÍ eru á leið á stórmót í sumar, U18 og U20 karla og kvenna, og verulegur kostnaður fylgir hverri ferð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, harmar stöðuna. „Þetta er í raun og veru alveg hörmulegt. Að við séum að varpa hundruðum þúsunda á heimilin í landinu til að taka þátt á stórmóti fyrir Íslands hönd er í raun grafalvarlegt mál. Við hljótum að spyrja okkur að því af hverju þetta þarf að vera svona á landi eins og Íslandi. Við sjáum það hjá nágrannaþjóðum okkar að styrkir til afreksíþrótta eru töluvert hærri heldur en nokkurn tíma hérna á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Framlög ríkisins hækkuðu hratt milli 2015 og 2019 en hafa síðan staðið í stað, og raunar lækkað lítillega.Vísir/Hjalti Um sé að kenna ferðakostnaði sem fari hækkandi hvert ár á meðan framlag ríkisins til afreksstarfs stendur í stað. Greiðslur ríkisins í afrekssjóð fóru ört hækkandi á árunum 2015 til 2019, úr 70 milljónum í 400, en hefur nú staðið í stað í sex ár. Á sama tíma hefur kostnaður af afreksstarfi aukist gríðarlega en heildarkostnaður sérsambanda af afreksstarfi reis úr 1,5 milljarði í 2,5 milljarða milli 2020 og 2021 og haldið áfram að hækka. Á meðan framlag ríkisins stendur í stað margfaldast kostnaður sambandanna.Vísir/Hjalti Hver eru skilaboðin frá HSÍ til þeirra sem fjárvaldið hafa? „Við verðum að gera betur. Við getum ekki verið að fara eftir efnahag foreldra hvort við getum sent börnin sem eiga að keppa fyrir Ísland á lokamótum. Það er með ólikindum og við verðum að breyta þessu, og breyta þessu strax,“ segir Róbert Geir. Ráðherra sammælist því að staðan sé slæm Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að ekki sé hægt að bregðast við strax en aðgerða sé von á næstu mánuðum. „Við erum ekki með fjárheimilidir á yfirstandandi ári til að mæta því en við verðum með aukningu á næsta ári. Við erum að undirbúa okkur að geta komið inn í það þá. Þetta hefur í alltof langan tíma höfum við ekki verið að gera nægilega vel í þessum málum,“ segir Ásmundur. Aðspurður um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist við fyrr og af hverju upphæðir í afrekssjóð hafi ekki hækkað segir Ásmundur: „Íþróttirnar hafa ekki verið verðbættar í fjárlögum, þannig að þessar upphæðir hafa lækkað að raungildi. Við munum sjá það breytast á næsta ári.“ Vísir/Vilhelm
Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta HSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00 Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00
Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn