Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. maí 2024 07:01 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. Greint var frá því á Vísi í vikunni að liðsmenn í undir 18 ára landsliði kvenna í handbolta þyrftu að greiða 600 þúsund krónur á haus til að keppa á heimsmeistaramótinu í Kína í ár. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, móðir stúlku í liðinu, furðar sig á kostnaðinum og sagði þetta kaldar kveðjur til ungs afreksíþróttafólks. „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ spurði Jóhanna. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýndi stuðnings ríkisins sömuleiðis, eða öllu heldur skortinn þar á. Fjögur yngri landslið á vegum HSÍ eru á leið á stórmót í sumar, U18 og U20 karla og kvenna, og verulegur kostnaður fylgir hverri ferð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, harmar stöðuna. „Þetta er í raun og veru alveg hörmulegt. Að við séum að varpa hundruðum þúsunda á heimilin í landinu til að taka þátt á stórmóti fyrir Íslands hönd er í raun grafalvarlegt mál. Við hljótum að spyrja okkur að því af hverju þetta þarf að vera svona á landi eins og Íslandi. Við sjáum það hjá nágrannaþjóðum okkar að styrkir til afreksíþrótta eru töluvert hærri heldur en nokkurn tíma hérna á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Framlög ríkisins hækkuðu hratt milli 2015 og 2019 en hafa síðan staðið í stað, og raunar lækkað lítillega.Vísir/Hjalti Um sé að kenna ferðakostnaði sem fari hækkandi hvert ár á meðan framlag ríkisins til afreksstarfs stendur í stað. Greiðslur ríkisins í afrekssjóð fóru ört hækkandi á árunum 2015 til 2019, úr 70 milljónum í 400, en hefur nú staðið í stað í sex ár. Á sama tíma hefur kostnaður af afreksstarfi aukist gríðarlega en heildarkostnaður sérsambanda af afreksstarfi reis úr 1,5 milljarði í 2,5 milljarða milli 2020 og 2021 og haldið áfram að hækka. Á meðan framlag ríkisins stendur í stað margfaldast kostnaður sambandanna.Vísir/Hjalti Hver eru skilaboðin frá HSÍ til þeirra sem fjárvaldið hafa? „Við verðum að gera betur. Við getum ekki verið að fara eftir efnahag foreldra hvort við getum sent börnin sem eiga að keppa fyrir Ísland á lokamótum. Það er með ólikindum og við verðum að breyta þessu, og breyta þessu strax,“ segir Róbert Geir. Ráðherra sammælist því að staðan sé slæm Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að ekki sé hægt að bregðast við strax en aðgerða sé von á næstu mánuðum. „Við erum ekki með fjárheimilidir á yfirstandandi ári til að mæta því en við verðum með aukningu á næsta ári. Við erum að undirbúa okkur að geta komið inn í það þá. Þetta hefur í alltof langan tíma höfum við ekki verið að gera nægilega vel í þessum málum,“ segir Ásmundur. Aðspurður um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist við fyrr og af hverju upphæðir í afrekssjóð hafi ekki hækkað segir Ásmundur: „Íþróttirnar hafa ekki verið verðbættar í fjárlögum, þannig að þessar upphæðir hafa lækkað að raungildi. Við munum sjá það breytast á næsta ári.“ Vísir/Vilhelm Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta HSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00 Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í vikunni að liðsmenn í undir 18 ára landsliði kvenna í handbolta þyrftu að greiða 600 þúsund krónur á haus til að keppa á heimsmeistaramótinu í Kína í ár. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, móðir stúlku í liðinu, furðar sig á kostnaðinum og sagði þetta kaldar kveðjur til ungs afreksíþróttafólks. „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ spurði Jóhanna. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýndi stuðnings ríkisins sömuleiðis, eða öllu heldur skortinn þar á. Fjögur yngri landslið á vegum HSÍ eru á leið á stórmót í sumar, U18 og U20 karla og kvenna, og verulegur kostnaður fylgir hverri ferð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, harmar stöðuna. „Þetta er í raun og veru alveg hörmulegt. Að við séum að varpa hundruðum þúsunda á heimilin í landinu til að taka þátt á stórmóti fyrir Íslands hönd er í raun grafalvarlegt mál. Við hljótum að spyrja okkur að því af hverju þetta þarf að vera svona á landi eins og Íslandi. Við sjáum það hjá nágrannaþjóðum okkar að styrkir til afreksíþrótta eru töluvert hærri heldur en nokkurn tíma hérna á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Framlög ríkisins hækkuðu hratt milli 2015 og 2019 en hafa síðan staðið í stað, og raunar lækkað lítillega.Vísir/Hjalti Um sé að kenna ferðakostnaði sem fari hækkandi hvert ár á meðan framlag ríkisins til afreksstarfs stendur í stað. Greiðslur ríkisins í afrekssjóð fóru ört hækkandi á árunum 2015 til 2019, úr 70 milljónum í 400, en hefur nú staðið í stað í sex ár. Á sama tíma hefur kostnaður af afreksstarfi aukist gríðarlega en heildarkostnaður sérsambanda af afreksstarfi reis úr 1,5 milljarði í 2,5 milljarða milli 2020 og 2021 og haldið áfram að hækka. Á meðan framlag ríkisins stendur í stað margfaldast kostnaður sambandanna.Vísir/Hjalti Hver eru skilaboðin frá HSÍ til þeirra sem fjárvaldið hafa? „Við verðum að gera betur. Við getum ekki verið að fara eftir efnahag foreldra hvort við getum sent börnin sem eiga að keppa fyrir Ísland á lokamótum. Það er með ólikindum og við verðum að breyta þessu, og breyta þessu strax,“ segir Róbert Geir. Ráðherra sammælist því að staðan sé slæm Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að ekki sé hægt að bregðast við strax en aðgerða sé von á næstu mánuðum. „Við erum ekki með fjárheimilidir á yfirstandandi ári til að mæta því en við verðum með aukningu á næsta ári. Við erum að undirbúa okkur að geta komið inn í það þá. Þetta hefur í alltof langan tíma höfum við ekki verið að gera nægilega vel í þessum málum,“ segir Ásmundur. Aðspurður um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist við fyrr og af hverju upphæðir í afrekssjóð hafi ekki hækkað segir Ásmundur: „Íþróttirnar hafa ekki verið verðbættar í fjárlögum, þannig að þessar upphæðir hafa lækkað að raungildi. Við munum sjá það breytast á næsta ári.“ Vísir/Vilhelm
Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta HSÍ ÍSÍ Tengdar fréttir Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00 Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. 9. maí 2024 08:00
Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 5. maí 2024 21:54
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti