Stórri flotaæfingu NATO lauk í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 16:02 Hollenski kafbáturinn HNLMS Dolfijn við Skarðsbakka í Reykjavík í dag. Kafbáturinn var notaður við æfingar á Atlantshafi undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Flotaæfingunni Dynamic Mongoose 24 lauk hér í Reykjavík í dag. Sjóliðar frá fjölda bandalagsríkja Íslands í Atlantshafsbandalaginu hafa komið að æfingunni og þar á meðal Svíar sem eru hér í fyrsta sinn frá því þeir gengu í NATO í mars. Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024 NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Dynamic Mongoose eru árlegar æfingar sem haldnar eru í Atlantshafinu. Þær eru haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi. Þetta árið var æfingin haldin samhliða umfangsmiklum flotaæfingum í Miðjarðarhafi og á Eystrasalti, sem bera heitið Neptune Strike 24. Submarines✅ Ships✅ Aircraft✅ Allies✅ Trained✅ Ready✅ #NATO anti-submarine and anti-surface warfare ex #DynamicMongoose24 concluded in 🇮🇸 #Reykjavik today #WeAreNATO #StrongerTogether Read more: https://t.co/Ay9uMGoGo6 pic.twitter.com/XEW34fry1f— NATO Maritime Command (@NATO_MARCOM) May 10, 2024 Undanfarnar tvær vikur hafa sjóliðar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Hollandi, Kanada, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi æft kafbátahernað í norðanverðu Atlantshafinu. Æfingarnar hófust í Noregi þann 29. apríl. Flotanum var svo siglt til Færeyja og þaðan til Íslands og voru haldnar sífellt flóknari æfingar á leiðinni, samkvæmt grein á vef flotadeildar NATO. Þar er haft eftir aðmírálnum Thomas Wall, sem stýrir kafbátaflota NATO, að æfingarnar undirstriki mátt Bandalagsins og þá sérstaklega þegar kemur að kafbátahernaði. Þá hafi það sýnt sig að fjölmargar æfingar með Svíum hafi haft mikil áhrif og að Svíar muni auka getu NATO í grunnum sjó til muna. Svíar hafi mikla reynslu á því sviði. Áhöfn kafbátsins að störfum í dag.Vísir/Vilhelm Áhafnir kafbáta frá Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi og Svíþjóð fóru frá því að vera eltir af áhöfnum skipa yfir í að elta eigin skotmörk í sviðsettum árásum á flota óvinveittra ríkja. Meðal annars var æfingunum ætlað að auka samheldni og bæta samskiptaleiðir milli áhafna skipa og kafbáta frá mismunandi ríkjum. Kafbátaleitarflugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Noregi og Þýskalandi komu einnig að æfingunum. Hér að neðan má sjá myndband þar sem sónarbauju er varpað úr leitarþyrlu. Baujan hlustar eftir hljóðum frá kafbátum og sendir upplýsinarnar til skipa á svæðinu. NATO helicopter launching sonobuoys. These are consumable sonar systems that are launched for search and detection of submarines. They are deployed upon impact against the water, extending an underwater hydrophone system and a radio antenna into the air. pic.twitter.com/qOnO11X0Td— COM SNMG1 (@COM_SNMG1) May 10, 2024
NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Reykjavík Hafnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13. júní 2022 23:47
NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. 13. júní 2022 11:33
Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9. júní 2022 11:57
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda