Bíllinn í happdrætti Ástþórs úr hans eigin smiðju Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 14:29 Þessi mynd er „fótósjoppuð“ en ef allt gengur upp mun Ástþór geta stillt sér upp með eigin Hupmobile strax í haust. Aðsend Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið. Happdrætti forsetaframbjóðands Ástþórs hefur vakið mikla athygli frá því að hann tilkynnti að þeir sem mæltu með honum færu í pott og gætu unnið rafbíl af gerðinni Hupmobile K3. Síðar hóf hann að selja miða í happdrættið, áttatíu þúsund stykki. Framleiddur í Kína en undir merkjum Ástþórs Ástþór nýtti tækifærið þegar Vísir falaðist eftir upplýsingum um bíla forsetaframbjóðenda og sendi mynd af sér ásamt Hupmobile K3 rafbíl. Flestir lesendur tóku eftir því að myndin virtist vera unnin í myndvinnsluforriti, „fótósjoppuð“. Ástþór með bílnum. Líklega. Með laufléttri leit á veraldarvefnum má finna aðra mynd af bílnum hér að ofan. Þar er hann reyndar merktur kínverska rafbílaframleiðandanum Yudo. Bíllinn er af gerðinni Yudo. Myndin er frá gríska rafbílafyrirtækinu Eco Car. Í samtali við Vísi segir Ástþór engin brögð vera í tafli. Hann eigi vörumerkið Hupmobile, sem sé ævagamalt merki sem hafi þó ekki verið notað í lengri tíma. Bíllinn sem hægt er að vinna í happdrættinu verði framleiddur í Kína undir merkjum Hupmobile. Hluti af metnaðarfullu verkefni Ástþór segir framleiðslu Hupmobile hluta af metnaðarfullu verkefni, bæði hér á landi og ekki síður á meginlandi Evrópu. Hann muni bjóða Hupmobile-bifreiðar í áskrift sem og til sölu. Einnig verði hægt að hafa bíl í áskrift á sama tíma og hann er skráður í deilibílaþjónustu á vegum Ástþórs. Þannig gætu notendur til dæmis boðið bíla sína til leigu á meðan þeir eru í vinnunni og fengið hlutdeild í tekjum af því. Þá sé Ástþór einnig í samstarfi við pólskan framleiðanda bílaskýla með sólarsellum á. Hægt verði að kaupa allan pakkann á sama stað, rafbíl og bílaskýli sem hleður bílinn. Á tvo gamla Hupmobile Sem áður segir er Hupmobile ekki nýtt merki. Bílar voru framleiddir undir merkinu á árunum 1909 til 1939. Ástþór segist eiga fyrsta bílinn sem var framleiddur og annan til sem var framleiddur árið 1929. Hupmobile árgerð 1909. Aðsend Ástþór segist ætla að nota þessa tvo bíla í kynningarherferð fyrir nýju kynslóð Hupmobile. „Hupmobile var fyrsti bíllinn sem fór hringinn í kringum jörðina á sínum tíma. Við ætlum að fara svona ferð með nýja Hupmobile bílinn og gömlu bílana saman, þannig að fólk geti séð andstæðurnar. Við erum að stíla svolítið inn á svona „social media influencers“, að þeir geti keyrt báða bílana og skrifaðu um hver munurinn er.“ Hupmobile árgerð 1929. Bílar Ástþórs eru báðir í geymslu á meginlandi Evrópu.Aðsend Ástþór segir að búast megi við fyrstu Hupmobile-bílum hans á göturnar strax í haust. Bílar Forsetakosningar 2024 Kína Vistvænir bílar Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Happdrætti forsetaframbjóðands Ástþórs hefur vakið mikla athygli frá því að hann tilkynnti að þeir sem mæltu með honum færu í pott og gætu unnið rafbíl af gerðinni Hupmobile K3. Síðar hóf hann að selja miða í happdrættið, áttatíu þúsund stykki. Framleiddur í Kína en undir merkjum Ástþórs Ástþór nýtti tækifærið þegar Vísir falaðist eftir upplýsingum um bíla forsetaframbjóðenda og sendi mynd af sér ásamt Hupmobile K3 rafbíl. Flestir lesendur tóku eftir því að myndin virtist vera unnin í myndvinnsluforriti, „fótósjoppuð“. Ástþór með bílnum. Líklega. Með laufléttri leit á veraldarvefnum má finna aðra mynd af bílnum hér að ofan. Þar er hann reyndar merktur kínverska rafbílaframleiðandanum Yudo. Bíllinn er af gerðinni Yudo. Myndin er frá gríska rafbílafyrirtækinu Eco Car. Í samtali við Vísi segir Ástþór engin brögð vera í tafli. Hann eigi vörumerkið Hupmobile, sem sé ævagamalt merki sem hafi þó ekki verið notað í lengri tíma. Bíllinn sem hægt er að vinna í happdrættinu verði framleiddur í Kína undir merkjum Hupmobile. Hluti af metnaðarfullu verkefni Ástþór segir framleiðslu Hupmobile hluta af metnaðarfullu verkefni, bæði hér á landi og ekki síður á meginlandi Evrópu. Hann muni bjóða Hupmobile-bifreiðar í áskrift sem og til sölu. Einnig verði hægt að hafa bíl í áskrift á sama tíma og hann er skráður í deilibílaþjónustu á vegum Ástþórs. Þannig gætu notendur til dæmis boðið bíla sína til leigu á meðan þeir eru í vinnunni og fengið hlutdeild í tekjum af því. Þá sé Ástþór einnig í samstarfi við pólskan framleiðanda bílaskýla með sólarsellum á. Hægt verði að kaupa allan pakkann á sama stað, rafbíl og bílaskýli sem hleður bílinn. Á tvo gamla Hupmobile Sem áður segir er Hupmobile ekki nýtt merki. Bílar voru framleiddir undir merkinu á árunum 1909 til 1939. Ástþór segist eiga fyrsta bílinn sem var framleiddur og annan til sem var framleiddur árið 1929. Hupmobile árgerð 1909. Aðsend Ástþór segist ætla að nota þessa tvo bíla í kynningarherferð fyrir nýju kynslóð Hupmobile. „Hupmobile var fyrsti bíllinn sem fór hringinn í kringum jörðina á sínum tíma. Við ætlum að fara svona ferð með nýja Hupmobile bílinn og gömlu bílana saman, þannig að fólk geti séð andstæðurnar. Við erum að stíla svolítið inn á svona „social media influencers“, að þeir geti keyrt báða bílana og skrifaðu um hver munurinn er.“ Hupmobile árgerð 1929. Bílar Ástþórs eru báðir í geymslu á meginlandi Evrópu.Aðsend Ástþór segir að búast megi við fyrstu Hupmobile-bílum hans á göturnar strax í haust.
Bílar Forsetakosningar 2024 Kína Vistvænir bílar Tengdar fréttir Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00 Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. 5. maí 2024 07:00
Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. 8. maí 2024 23:40
Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01