Ríkisstjórn þurfi að gera meira í þágu vopnahlés Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 19:02 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra verði falið að fordæma tafarlaust þau mannréttindabrot sem framin hafa verið í Palestínu og kalla eftir vopnahléi á svæðinu. Auk þessa er lagt til að Alþingi álykti að forsætis- og utanríkisráðherra beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð, að Hamas samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa-ströndinni verði aukin. Ástandið á Gasa heldur áfram að versna. Greint var frá því í dag að Ísraelsmenn hafi látið til skarar skríða í landamæraborginni Rafah, sem er sú eina sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. „Flutningsmenn tillögu þessarar telja að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnin þurfi að leggja enn meira af mörkum til að reyna að stuðla að vopnahléi og aukinni mannúðaraðstoð á Gaza-ströndinni,“ segir í tillögunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan: „Í fyrsta lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma hvers konar mannréttindabrot sem hafi verið framin. Má þar nefna árásir sem er ekki beint að hernaðarlegum skotmörkum og aðgerðir sem fela í sér hóprefsingu almennra borgara. Í öðru lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga. Enn einar viðræður um vopnahlé runnu nýlega út í sandinn þegar Ísrael hafnaði sáttatillögu milligönguaðila frá Katar og Egyptalandi og hélt áfram fyrirætlunum sínum um árásir á Rafah-borg. Þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu gegnir lykilhlutverki í því að fá stríðandi fylkingar til að fallast á vopnahlé. Í þriðja lagi er lagt til að Alþingi feli forsætisráðherra og utanríkisráðherra að beita sér fyrir aukinni mannúðaraðstoð á svæðinu, bæði með auknum stuðningi frá Íslandi og með því að greiða fyrir frekari stuðningi á grundvelli alþjóðasamstarfs, og sömuleiðis að þeir beiti sér fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð og að Hamas-samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða. „Flutningsmenn telja mjög mikilvægt að Ísland standi staðfastlega með almennum borgurum í Ísrael og Palestínu. Í því ljósi eru árásir og morð á almennum borgurum fordæmd og mikilvægi þess að framfylgja alþjóðalögum og mannréttindum undirstrikað. Ísland á að gangast fyrir því á alþjóðavettvangi að lausn verði fundin á yfirstandandi átökum á þessu svæði sem byggist á tveimur sjálfstæðum ríkjum Ísraels og Palestínu.“ Viðreisn Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Auk þessa er lagt til að Alþingi álykti að forsætis- og utanríkisráðherra beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð, að Hamas samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða og að mannúðaraðstoð á Gasa-ströndinni verði aukin. Ástandið á Gasa heldur áfram að versna. Greint var frá því í dag að Ísraelsmenn hafi látið til skarar skríða í landamæraborginni Rafah, sem er sú eina sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. „Flutningsmenn tillögu þessarar telja að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnin þurfi að leggja enn meira af mörkum til að reyna að stuðla að vopnahléi og aukinni mannúðaraðstoð á Gaza-ströndinni,“ segir í tillögunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan: „Í fyrsta lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að fordæma hvers konar mannréttindabrot sem hafi verið framin. Má þar nefna árásir sem er ekki beint að hernaðarlegum skotmörkum og aðgerðir sem fela í sér hóprefsingu almennra borgara. Í öðru lagi er lagt til að Alþingi feli utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi milli hinna stríðandi fylkinga. Enn einar viðræður um vopnahlé runnu nýlega út í sandinn þegar Ísrael hafnaði sáttatillögu milligönguaðila frá Katar og Egyptalandi og hélt áfram fyrirætlunum sínum um árásir á Rafah-borg. Þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu gegnir lykilhlutverki í því að fá stríðandi fylkingar til að fallast á vopnahlé. Í þriðja lagi er lagt til að Alþingi feli forsætisráðherra og utanríkisráðherra að beita sér fyrir aukinni mannúðaraðstoð á svæðinu, bæði með auknum stuðningi frá Íslandi og með því að greiða fyrir frekari stuðningi á grundvelli alþjóðasamstarfs, og sömuleiðis að þeir beiti sér fyrir því að morð á almennum borgurum verði stöðvuð og að Hamas-samtökin leysi alla gísla úr haldi tafarlaust og án skilyrða. „Flutningsmenn telja mjög mikilvægt að Ísland standi staðfastlega með almennum borgurum í Ísrael og Palestínu. Í því ljósi eru árásir og morð á almennum borgurum fordæmd og mikilvægi þess að framfylgja alþjóðalögum og mannréttindum undirstrikað. Ísland á að gangast fyrir því á alþjóðavettvangi að lausn verði fundin á yfirstandandi átökum á þessu svæði sem byggist á tveimur sjálfstæðum ríkjum Ísraels og Palestínu.“
Viðreisn Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira