Meintur fjárdráttur mikið áfall fyrir starfsfólk skólans Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Björn S. Lárusson sveitarstjóri segir að konunni hafi verið sagt upp störfum um leið og málið kom upp. Samsett Kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt í störfum sínum sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér tæplega níu milljónir króna af fjármunum bæði grunnskóla og félagsmiðstöðvar í Langanesbyggð á tímabilinu 2016 til 2020. Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sveitarstjóri í Langanesbyggð, Björn S. Lárusson, segir það hafa verið starfsfólki grunnskólans mikið áfall þegar upp komst um meintan fjárdrátt fyrrverandi skólastjóra. Hann segir ákæru í takt við væntingar sveitarstjórnar um málið. Konan sagði upp störfum árið 2019 en málið komst upp þegar nýr skólastjóri tók við störfum. Fyrst var greint á RÚV. Fram kemur í frétt RÚV um málið að upphæðirnar sem voru millifærðar hafi verið á bilinu 9.500 krónur upp í 1,4 milljón króna. Alls var um að ræða 64 millifærslur af reikningum skólans og tíu millifærslur af reikningi félagsmiðstöðvarinnar að verðmæti um 600 þúsund. Í Langanesbyggð búa alls um 550 manns og eru um 60 nemendur í grunnskólanum sem er sá eini í sveitarfélaginu. „Þetta mál kemur upp fyrir mína tíð sem skrifstofu- og sveitarstjóri. En auðvitað höfum við fylgst með málinu hjá héraðssakóknara. Okkur finnst þetta hafa tekið dálítið langan tíma enda málið örugglega umfangsmikið. En þetta hefur legið þungt á sveitarfélaginu, sérstaklega starfsliði skólans. En nú er þetta komið fram og komin fram ákæra. Svo sjáum við hvernig henni reiðir af,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. „Þetta er eiginlega í tvennu lagi. Það er annars konar skólinn og hins vegar félagsmiðstöðin sem börnin voru í. Þó það sé mikið minni upphæð þá skiptir hún máli.“ Konan sótti peninginn af reikningum sem hún hafði prókúru fyrir og millifærði yfir á bankareikning í sinni eigu. Björn segir búið að breyta verklagi til að tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir. „Því var breytt strax og málið kom upp, af forverum mínum. Nú er komið á kerfi sem kemur í veg fyrir þetta.“ Skólinn alltaf fjármagnaður Björn segir málið í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur skólans. „Hann er auðvitað bara fjármagnaður alltaf af fjárhagsáætlun en auðvitað er þetta áfall fyrir okkur. Áfall fyrir fólkið þó það séu ekki endilega peningarnir sem hafa skipt máli fyrir sveitarfélagið í sjálfu sér. Þó það sé alltaf þungt að fá svona meintan fjárdrátt á sig.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Langanesbyggð Lögreglumál Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira