„Á endanum snýst þetta allt um peninga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 19:33 Gunnar Örn Petersen formaður Landssambands veiðifélaga segir kjarna málsins vera að í Lagareldisfrumvarpinu sé ekki næg vernd fyrir villtu íslensku laxastofnana. Stöð 2 Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi. Matvælaráðherra bauð í dag til kynningarfundar um hið viðamikla Lagareldisfrumvarp. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga sat fundinn og þótti einkennilegt að ekki hafi verið boðið upp á neitt samtal í ljósi þess að ýmsir þættir frumvarpsins eru afar umdeildir. „Það hefði kannski verið gagnlegra að ná einhverju samtali á þessum tímapunkti í málinu en það var ekki boðið upp á það. Hann hefði svo sem alveg mátt fara fram í tölvupósti þessi fundur, en svona var þetta.“ Ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi hefur verið helsta ágreiningsefnið en ráðherra hefur sagst opin fyrir annarri útfærslu með þingnefndinni. Gunnar óttast að ótímabundnu leyfin séu hálfgerð smjörklípa svo hægt sé að koma öðrum þáttum frumvarpsins hljóðlaust í gegn. Óhugsandi væri að leyfin væru ótímabundin. „Því annars erum við að festa í sessi kerfi um þennan mengandi iðnað og þar af leiðandi verður erfiðara að fletta ofan af því síðar meir, af því það mun að sjálfsögðu gerast í framtíðinni að þessi starfsemi verði bönnuð í þeirri mynd sem hún er í dag og þá munu náttúrulega íslenskri skattgreiðendur þurfa að borga þann brúsa ef það er verði að svipta fyrirtækin einhverju sem þau hafa haft ótímabundið () en þetta er hins vegar ekki lykilatriði í málinu eins og staðan er núna, heldur er lykilatriðið að frumvarpið skortir á náttúruvernd og vernd fyrir villta laxastofna.“ Aðalatriðið sé að banna eldi á ófrjóum laxi. En erum við komin nógu langt í að þróa eldi á ófrjóum laxi? „Það er náttúrulega ekki vandamál villta laxins en staðan er sú að þessi tækni er til og það hefur verið sótt um leyfi fyrir hana og hafa verið gefin út leyfi og það eina sem þarf í rauninni að gerast er að fyrirtækin slaki aðeins á arðsemiskröfu sinni, fjárfesti í því vegna þess að þau bera í raun fyrir sig það að það sé ekki nægur vaxtahraði og það sé ekki hægt að vera með nógu mikinn þéttleika og að markaðurinn taki ekki nógu vel við þessum fiski, þú sérð að þetta eru allt fjárhagslegir þættir. Á endanum snýst þetta allt um peninga og það á að fórna villtu laxastofnunum á meðan því fyrirtækin vilja í raun gera þetta á sem ódýrastan hátt.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Matvælaráðherra bauð í dag til kynningarfundar um hið viðamikla Lagareldisfrumvarp. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga sat fundinn og þótti einkennilegt að ekki hafi verið boðið upp á neitt samtal í ljósi þess að ýmsir þættir frumvarpsins eru afar umdeildir. „Það hefði kannski verið gagnlegra að ná einhverju samtali á þessum tímapunkti í málinu en það var ekki boðið upp á það. Hann hefði svo sem alveg mátt fara fram í tölvupósti þessi fundur, en svona var þetta.“ Ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi hefur verið helsta ágreiningsefnið en ráðherra hefur sagst opin fyrir annarri útfærslu með þingnefndinni. Gunnar óttast að ótímabundnu leyfin séu hálfgerð smjörklípa svo hægt sé að koma öðrum þáttum frumvarpsins hljóðlaust í gegn. Óhugsandi væri að leyfin væru ótímabundin. „Því annars erum við að festa í sessi kerfi um þennan mengandi iðnað og þar af leiðandi verður erfiðara að fletta ofan af því síðar meir, af því það mun að sjálfsögðu gerast í framtíðinni að þessi starfsemi verði bönnuð í þeirri mynd sem hún er í dag og þá munu náttúrulega íslenskri skattgreiðendur þurfa að borga þann brúsa ef það er verði að svipta fyrirtækin einhverju sem þau hafa haft ótímabundið () en þetta er hins vegar ekki lykilatriði í málinu eins og staðan er núna, heldur er lykilatriðið að frumvarpið skortir á náttúruvernd og vernd fyrir villta laxastofna.“ Aðalatriðið sé að banna eldi á ófrjóum laxi. En erum við komin nógu langt í að þróa eldi á ófrjóum laxi? „Það er náttúrulega ekki vandamál villta laxins en staðan er sú að þessi tækni er til og það hefur verið sótt um leyfi fyrir hana og hafa verið gefin út leyfi og það eina sem þarf í rauninni að gerast er að fyrirtækin slaki aðeins á arðsemiskröfu sinni, fjárfesti í því vegna þess að þau bera í raun fyrir sig það að það sé ekki nægur vaxtahraði og það sé ekki hægt að vera með nógu mikinn þéttleika og að markaðurinn taki ekki nógu vel við þessum fiski, þú sérð að þetta eru allt fjárhagslegir þættir. Á endanum snýst þetta allt um peninga og það á að fórna villtu laxastofnunum á meðan því fyrirtækin vilja í raun gera þetta á sem ódýrastan hátt.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01
„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38