Kannabis en ekki kjólar í kassanum Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 12:13 Sendingin var sögð innihalda kvenfatnað. Myndin er úr safni. FilippoBacci/Getty Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira