Stolni gullhnöttur Maradona boðinn upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 12:32 Diego Maradona með verðlaun sín sem besti leikmaður HM í Mexíkó 1986. Þessi gullhnöttur verður nú boðinn upp. Getty/Jean-Jacques BERNIER Það er í tísku að bjóða upp muni sem eru tengdir knattspyrnugoðinu Diego Armando Maradona og nú berast fréttir af öðru slíku uppboði. Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024 Andlát Diegos Maradona Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024
Andlát Diegos Maradona Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira