Stolni gullhnöttur Maradona boðinn upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 12:32 Diego Maradona með verðlaun sín sem besti leikmaður HM í Mexíkó 1986. Þessi gullhnöttur verður nú boðinn upp. Getty/Jean-Jacques BERNIER Það er í tísku að bjóða upp muni sem eru tengdir knattspyrnugoðinu Diego Armando Maradona og nú berast fréttir af öðru slíku uppboði. Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024 Andlát Diegos Maradona Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Maradona átti magnað heimsmeistaramót í Mexíkó sumarið 1986 og það er erfitt að halda öðru fram en þetta sé besta heimsmeistarakeppni eins leikmanns í fótboltasögunni. Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í sjö leikjum Argentínu á mótinu, skoraði bæði mörkin í átta liða úrslitunum og undanúrslitunum auk þess að leggja upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Maradona fékk gullhnöttinn fyrir að vera valinn besti leikmaður keppninnar. Þetta var í annað skiptið sem slík verðlaun voru afhent en Paolo Rossi fékk þau fyrst fjórum árum fyrr. Maradona's 'stolen' Golden Ball to be auctioned off https://t.co/WhhbW07Wb6— BBC News (UK) (@BBCNews) May 7, 2024 Það vissu hins vegar færri af því að þessum gullhnetti var stolið úr verðlaunasafni Maradona á sínum tíma. Gullhnötturinn hefur nú dúkkað upp og verður boðinn upp á uppboði á vegum Aguttes uppboðshússins. Uppboðið fer fram í Frakklandi 7. júní næstkomandi. Maradona lést árið 2020. Þetta er langt frá því að vera fyrsta uppboðið á munum Maradona frá þessari eftirminnilegu heimsmeistarakeppni. Keppnistreyjan og keppnisboltinn frá leik Argentínu í átta liða úrslitunum á móti Englandi voru bæði boðin upp á dögunum. Maradona skoraði tvívegis í leiknum á móti Englendingunum, fyrst með hendi guðs og svo með því að leika á hálft enska landsliðið frá miðju vallarins. Franska blaðið L'Equipe sagði frá því að gullhnetti Maradona hafi verið stolið en hann svo komið aftur í leitirnar. Það hefur nú verið staðfest að þetta sé hinn rétti gullhnöttur frá HM 1986. Það á eftir að koma í ljós hvað safnarar eru tilbúnir að greiða fyrir þennan sögulega verðlaunagrip en það er ljóst að Aguttes uppboðshúsið býst við að hann seljist á hundruð milljóna íslenskra króna. Maradona's World Cup Golden Ball trophy had mysteriously disappeared. It will be auctioned in Paris https://t.co/eJTwTA8CtA pic.twitter.com/TPJZNdMCZs— The Independent (@Independent) May 7, 2024
Andlát Diegos Maradona Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira