Skelfilegt að þurfa grípa til hópuppsagna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 20:23 Um 150 starfsmönnum Grindavíkurbæjar verður sagt upp til að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar. „Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
„Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira