Engri kirkju hollt að vera of nálægt ríkinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 19:30 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup þegar hún kom á Biskupsstofu að afloknu kjöri í dag. Vísir/Vilhelm Nýkjörin biskup segir þjóðkirkjuna enn eiga erindi í samfélaginu. Búið væri að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt væri enda engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands faðmaði Guðrúnu Karls Helgudóttur nýkjörin biskup og óskaði henni til hamingju með kjörið þegar Guðrún kom á Biskupsstofu í dag. Kosið var á milli Sr. Guðrúnar sóknarprests í Grafarvogskirkju og Sr.Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju í síðari umferð biskupskjörs Úrslitin lágu fyrir í hádeginu og hlaut Guðrún 52 prósent atkvæða og Guðmundur Karl 47 prósent. Hún tekur við embættinu 1. júlí og verður síðan formlega sett í embætti með athöfn hinn 1. september. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörin biskup Íslands segir engri kirkju heilbrigt að standa allt of nálægt ríkisvaldinu.Vísir/Vilhelm „Ég á eiginlega vart til orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ sagði Guðrún eftir að starfsfólk Biskupsstofu hafði tekið henni fagnandi klukkan tvö í dag. Hún þakkar Agnesi Sigurðardóttur einnig fyrir að hafa rutt brautina fyrst kvenna í embætti biskups Íslands og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur sem fyrst kvenna varð vígslubiskup. Guðrún segir erindi þjóðkirkjunnar um kærleika Guðs og trúna á almættið alltaf eiga erindi í þjóðfélaginu. „Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi klikkar aldrei,“ segir nýkjörin biskup. Hún er sátt við þær breytingar sem Agnes hefur leitt á kirkjunni á undanförnum árum. Þjóðkirkja eigi einnig enn erindi í samfélaginu enda gert ráð fyrir henni í stjórnarskránni. „Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Ég held að það sé engri kirkju heilbrigt að vera allt of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt nú,“segir Guðrún. Agnes Sigurðardóttir hefur setið á biskupsstóli í 12 ár og var fyrst kvenna til að ná kjöri í það embætti.Vísir/Vilhelm Agnes er þakklát fyrir tólf ár á biskupsstóli og fagnar annarri konu í embættið. „Mér finnst það líka gott fyrir ásýnd kirkjunnar að á biskupafundi sitji ein kona og tveir karlar en ekki þrír karlar til dæmis. En allt þetta fólk sem gaf kost á sér til að vera biskup Íslands er mjög gott fólk. Það hefði hver sem er þeirra getað tekið við af mér út frá því. En ég fagna þessari niðurstöðu,“segir Agnes Sigurðardóttir.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22 Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48 Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. 7. maí 2024 15:22
Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 7. maí 2024 12:48
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12