„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 15:05 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona sem gerði innslagið í þættinum. Vísir Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24