Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 12:00 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands láta bæði af embætti á þessu sumri. Hann eftir átta ár og hún eftir tólf ár í embætti. Vísir/Vilhelm Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45
Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19