Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2024 12:00 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands láta bæði af embætti á þessu sumri. Hann eftir átta ár og hún eftir tólf ár í embætti. Vísir/Vilhelm Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs sem hófst á hádegi á fimmtudag í síðustu viku lauk klukkan tólf á hádegi. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir um klukkan hálf eitt. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju eru í framboði eftir að hvorki þeim né Elínborgu Sturludóttur presti í Dómkirkjunni tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í fyrri umferð. Ef allt gengur að óskum mun Agnes Sigurðardóttir núverandi biskup Íslands, sem gengt hefur embættinu frá árinu 2012, taka á móti nýjum biskupi á Biskupsstofu klukkan tvö í dag. Hún segir þessi tólf ár hafa verið góðan tíma en það verði ánægjulegt að fagna nýjum biskupi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er staðráðin í að einbeita sér á ný að píanóleik þegar hún lætur af embætti. Enda hóf hún ung nám í Tónlistarskólanum á Ísafirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell „Nýr biskup tekur ekki við sömu kirkju og ég gerði fyrir tólf árum. Það hefur allt breyst í kirkjunni. Það er búið að breyta skipulaginu og setja ný lög um kirkjuna,“ segir Agnes. Margar áskoranir bíði nýs biskups bæði inn á við og út á við. Inn á við þurfi að halda góðum anda í stéttinni og kirkjunni í samstarfi við þúsundir frábærra karla og kvenna sem starfi innan kirkjunnar um allt land. Út á við eins og alltaf væri það hlutverk kirkjunnar að boða kristna trú. Þjóðkirkjan eigi enn erindi við þjóðina. „Við erum að flytja alveg frábæran boðskap sem er mannbætandi fyrir alla. Við erum að sinna þjónustu út um allt land sem er líka mannbætandi,“ segir fráfarandi biskup. Þjóðkirkjan þjóni öllum sem það vilji og spyrji ekki hvort fólk sé í þjóðkirkjunni eða ekki. Agnes kvíðir ekki iðjuleysinu þegar embættistíð hennar lýkur. „Kannski skrifa ég nú eitthvað. Það getur vel verið. Ætli ég hverfi ekki bara aftur til fyrri tíðar og taki upp þá iðju sem ég hafði í æsku að spila á píanó. Það verður verkefni hjá mér að æfa upp prógram. Ég er búin að ákveða það,” segirAgnes Sigurðardóttir.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Tengdar fréttir Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44 Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6. maí 2024 20:44
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45
Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19