„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir fara yfir málin Vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. „Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira