Messi skoraði eitt mark í 6-2 sigri á New York Red Bulls en hann setti nýtt met í deildinni með því að gefa fimm stoðsendingar í leiknum.
Records were made for Messi to break them. 🐐 pic.twitter.com/FMOUqmKYbz
— Major League Soccer (@MLS) May 5, 2024
Messi átti því þátt í öllum sex mörkum liðsins en því hafði enginn leikmaður heldur náð áður í sögu MLS deildarinnar.
Luis Suárez skoraði þrennu í leiknum og Matias Rojas var með tvö mörk. Suárez lagði upp mark Messi.
Það ótrúlega við þessi úrslit er að Inter Miami liðið var 0-1 undir í hálfleik.
Hinn 36 ára gamli Messi er nú kominn með tíu mörk og þrettán stoðsendingar í aðeins átta deildarleikjum á þessari leiktíð.
MESSI IS A CHEAT CODE 🐐
— Major League Soccer (@MLS) May 5, 2024
▪️ Record for assists in a game (5)
▪️ Record for goal contributions in a game (6)
▪️ And he did it all in the second half pic.twitter.com/Zc3g5fjakf