„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 22:41 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma Vísir/Hulda Margrét Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira