„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:31 Deandre Kane slær hér í myndavél starfsmanns Stöðvar 2. Stöð 2 Sport Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Kane slapp við leikbann en hann fékk fimmtíu þúsund króna sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik. Þessi öflugi leikmaður verður því með Grindavík þegar liðið mætir í Blue höllina í Keflavík í kvöld og reynir að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og þar verður örugglega farið yfir mál Kane. Klippa: Deandre Kane rekinn út úr húsi Kane fékk áminningu vegna háttsemi sinnar en Kane var vísað af velli eftir að hafa hlotið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu í fyrsta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. Grindvíkingar reyndu að nota íslenska þýðingu á lögum FIBA í vörn sinni en aga- og úrskurðarnefnd hafnaði því eins og sjá má hér fyrir neðan. „Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik Félagið játar að því sé brugðið vegna hegðunar Kane en er ósammála því að leikmaður hafi gerst sekur um meiriháttar aðför að dómurum eða starfsmönnum leiksins. Í atvikaskýrslu kemur eftirgreint fram: „Leikmaður númer 9 [sic], DeAndre Kane, fær dæmda á sig eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þarf því að yfirgefa leikvöllinn. Þegar honum er tilkynnt að hann eigi að yfirgefa leikvöllinn bregst hann illa við og neitar að yfirgefa völlinn strax. Þegar gæsla kemur og er að fylgja honum út slær hann í myndavél, hreytir einhverju að varamannabekk Keflavíkur og lemur svo í skilti á leið sinni út. Það skal tekið fram að starfsmaður Stöðvar 2 situr fyrir aftan tiltekið skilti og virðist bregða talsvert við þessa hegðun.“ Grindvíkingar fengu tækifæri til að svara og verja sinn mann. „Grindavík gerir engar athugasemdir við fyrsta málslið atvikalýsingarinnar. Leikmaður nr. 7, DeAndre Kane fékk sannarlega eina óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og svo eina tæknivillu í síðari hálfleik og þurfti því að yfirgefa leikvöllinn. Hvað viðvíkur atvikalýsinguna í kjölfarið gerir félagið heldur engar sérstakar athugasemdir að því frátöldu að varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert, vegna tiltekinnar hegðunar leikmannsins, þ.e. atviksorðinu talsvert er hér ofaukið að óþörfu í herðandi merkingu og er í reynd um getgátur skýrsluhöfundar að ræða,“ segir í greinargerð Grindavíkur. Kane sleppur við leikbann en fær sekt fyrir framkomu sína á leið til búningsklefans. „Eftir brottrekstur í umræddum leik vék kærði ekki strax af velli og hélt áfram að þræta við dómara leiksins. Þegar gæsla kom til að fylgja kærða af vellinum stjakaði kærði við gæslumanni og sló í grindverk á leið sinni út af keppnisstað, svo grindverkið skall á áhorfenda. Umrædd háttsemi er vítaverð og óprúðmannleg og verður kærða því gert að greiða sekt,“ segir í dómnum. Hann má lesa allan hér.
„Í greinargerð er vísað til gr. 37.2.3 í íslenskri þýðingu á reglum leiksins (FIBA). Byggir kærði á að rétt hefði verið að vísa kærða á varamannabekk síns liðs, fremur en að gera honum að yfirgefa leikstað. Er á því byggt að hann hafi talist „útilokaður leikmaður“ í skilningi reglnanna. Í enskri útgáfu reglna FIBA er gerður skýr greinarmunur á leikmanni sem er „excluded“ annars vegar og „disqualified“ hins vegar, en bæði þessi hugtök eru þýdd sem „útilokaður“ í íslenskri þýðingu. Samkvæmt gr. 4.1.3 er leikmaður „excluded“ þegar hann hefur hlotið fimm villur og er ekki lengur heimilt að taka þátt í leik. Leikmaður er „disqualified“ ef hann t.d. hefur fengið eina óíþróttamannslega villu og eina tæknivillu, líkt og ræður um í þessu máli, sbr. gr. 36.2.3 Samkvæmt gr. 38.3.2 skal leikmaður sem hefur verið „disqualified“ yfirgefa keppnisstað. Í enskri útgáfu reglnanna er skýrt að þessi grein eigi við um öll tilvikþegar leikmaður er „disqualified“ en ekki eingöngu í þeim tilvikum sem leikmaður eða þjálfari hefur hlotið beinan brottrekstur. Þannig var kærða réttilega gert að yfirgefa keppnisstað í umræddum leik
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira