Sport

Dag­skráin í dag: Grind­víkingar í heim­sókn til Kefla­víkur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það kemur væntanlega í ljós í dag hvort DeAndre Kane verður dæmdur í leikbann fyrir hegðun sína þegar hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Það kemur væntanlega í ljós í dag hvort DeAndre Kane verður dæmdur í leikbann fyrir hegðun sína þegar hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport

Stór laugardagur á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Það kemur í ljós hvaða lið fylgir Leicester upp í ensku úrvalsdeildina og í kvöld mætast Keflavík og Grindavík í leik númer  tvö í undanúrslitaeinvígi þeirra í Subway-deild karla.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13:50 hefst útsending frá leik FH og Vestra í Bestu deild karla. Klukkan 18:45 er svo komið að sannkölluðum stórleik í undanúrslitum Subway-deildar karla. Keflavík tekur þá á móti Grindavík en gestirnir leiða 1-0 eftir fyrsta leikinn.

Stöð 2 Sport 2

Leikur Monza og Lazio og Serie A deildinni á Ítalíu fer í loftið klukkan 15:50. Klukkan 23:00 er svo komið að úrslitakeppni NBA-deildarinnar en þar mætast meistarar Denver Nuggets og Minnesota Timberwolves.

Stöð 2 Sport 3

Sassuolo tekur á móti Ítalíumeisturum Inter klukkan 18:35.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 18:35 verður sýnt beint frá leik Valencia og Joventut Badalona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta.

Vodafone Sport

Ipswich getur tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Huddersfield en leikur liðanna verður í beinni frá klukkan 11:20. Klukkan 13:20 mætast svo lið Dortmund og Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni og klukkan 15:50 er komið að Formúlunni þar sem sprettkeppnin fer fram í kappakstrinum í Miami.

Klukkan 19:45 verður svo sýnt beint frá tímatöku Miami-kappakstursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×