„Held að Katla mín fyrirgefi mér þetta alveg“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2024 20:45 Nadía Atladóttir fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Pawel Nadía Atladóttir skoraði fyrir Val í dag þegar liðið vann 7-2 sigur á henni gamla liði Víkingum. Nadía sagði að hausinn hefði verið vel skrúfaður á fyrir leikinn og sagðist alltaf fagna sínum mörkum. „Tilfinningin er mjög góð, þrír leikir og þrír sigrar og markmiðinu náð fyrir þessa þrjá fyrstu leiki í deildinni,“ sagði Nadía í viðtali beint eftir leik. Hún sagðist ekki hafa átt von á svona stórum sigri á sínu gamla félagi í dag. „Alls ekki. Þær eru hörkugóðar og vel spilandi. Þær eru bara gott lið þannig að ég var ekki að búast við þessu. En ég vissi samt að við myndum vinna,“ sagði Nadía kokhraust. Félagaskipti hennar rétt fyrir upphaf keppnistímabilsins vöktu töluverða athygli. Hún sagði tilfinninguna hafa verið góða fyrir leikinn. „Hausinn var vel skrúfaður á. Ég er alltaf tilbúinn að koma inn á eins og hefur verið í síðustu leikjum. Þetta var ekkert öðruvísi í dag,“ en Nadía kom inn sem varamaður í leiknum og skoraði aðeins örfáum mínútum síðar. Hún fagnaði markinu gegn sínu gamla félagi en nú til dags halda leikmenn oftar en ekki aftur af sér ef þeir skora gegn liði sem þeir hafa áður leikið með. „Maður á alltaf að fagna marki finnst mér að minnsta kosti. Þetta var góð tilfinning og að skora með skalla er alltaf gaman.“ Hún sagðist ekki búast við neinum skotum frá Víkingum vegna marksins. „Ég held að Katla mín (markvörður Víkinga) fyrirgefi mér þetta alveg. Þetta var bara geggjað,“ og Nadía bætti við að hún ætti ekki von á neinum skotum frá Víkingum eftir markið. „Nei er það nokkuð? Það eru bara hlýir straumar frá mér til Víkinga.“ Besta deild kvenna Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð, þrír leikir og þrír sigrar og markmiðinu náð fyrir þessa þrjá fyrstu leiki í deildinni,“ sagði Nadía í viðtali beint eftir leik. Hún sagðist ekki hafa átt von á svona stórum sigri á sínu gamla félagi í dag. „Alls ekki. Þær eru hörkugóðar og vel spilandi. Þær eru bara gott lið þannig að ég var ekki að búast við þessu. En ég vissi samt að við myndum vinna,“ sagði Nadía kokhraust. Félagaskipti hennar rétt fyrir upphaf keppnistímabilsins vöktu töluverða athygli. Hún sagði tilfinninguna hafa verið góða fyrir leikinn. „Hausinn var vel skrúfaður á. Ég er alltaf tilbúinn að koma inn á eins og hefur verið í síðustu leikjum. Þetta var ekkert öðruvísi í dag,“ en Nadía kom inn sem varamaður í leiknum og skoraði aðeins örfáum mínútum síðar. Hún fagnaði markinu gegn sínu gamla félagi en nú til dags halda leikmenn oftar en ekki aftur af sér ef þeir skora gegn liði sem þeir hafa áður leikið með. „Maður á alltaf að fagna marki finnst mér að minnsta kosti. Þetta var góð tilfinning og að skora með skalla er alltaf gaman.“ Hún sagðist ekki búast við neinum skotum frá Víkingum vegna marksins. „Ég held að Katla mín (markvörður Víkinga) fyrirgefi mér þetta alveg. Þetta var bara geggjað,“ og Nadía bætti við að hún ætti ekki von á neinum skotum frá Víkingum eftir markið. „Nei er það nokkuð? Það eru bara hlýir straumar frá mér til Víkinga.“
Besta deild kvenna Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira