Montpellier HB vann fyrri leikinn gegn Kiel með níu mörkum, 39-30, en Kiel sneri gengi sínu við í seinni leiknum og vann með tíu mörkum 31-21, einvígið samanlagt 61-60.
These kind of comebacks 😮deserve these kind 👇of celebrations. What a game we watched in Kiel #ehfcl #clm #DareToRise #handball pic.twitter.com/ApsgX2B7Pj
— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024
Leikurinn var jafn og spennandi fyrst um sinn en fljótlega tóku heimamenn völdin og héldu til hálfleiks með fimm marka forystu, 17-12. Þannig hélst munurinn milli liðanna fram í miðjan seinni hálfleik en á lokamínútum múraði Kiel fyrir markið og skoraði grimmt úr sínum sóknum.
Tomas Mrkva varði vel í markinu, 12 skot af 29 (41,4%). Eric Johansson endaði markahæstur með 8 mörk úr 11 skotum.
Clutch time is for anothe level players 🔥 and 𝐓𝐨𝐦𝐚𝐬 𝐌𝐫𝐤𝐯𝐚 has proved it today 🤯 3 saves in crucial moments to qualify his team 👏#ehfcl #clm #DareToRise #handball pic.twitter.com/SI7yacZaXJ
— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024
Barcelona vann fyrri leikinn með átta mörkum og var því í nokkuð þægilegri stöðu þegar liðið tók á móti PSG í kvöld. Börsungar unnu leikinn að endingu 32-31.
Líkt og í fyrri leik liðanna lentu Börsungar ekki í neinum teljandi vandræðum. Gestirnir frá París áttu erfitt með að verjast hröðum áhlaupum Börsunga sem skoruðu níu mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik.
Those 3 steps and jump by 𝐃𝐢𝐤𝐚 𝐌𝐞𝐦 🤯#ehfcl #clm #daretorise #handball pic.twitter.com/VOZQLNBa29
— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024
Gestunum gekk öllu betur í seinni hálfleik en tókst ekki að fella feykisterkt lið Barcelona sem vann einvígið samanlagt 62-53.
Auk Kiel og Barcelona hafa Magdeburg og Aalborg tryggt sér sæti í Final Four undanúrslitunum sem fara fram í Köln helgina 8.–9. júní.