MANOWAR til Íslands í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 12:37 Sveitin er þekkt fyrir rosalega tónleika. Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“ Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Á túrnum muni þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá mun sveitin flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu. Sveitin mun gera strandhögg í Svíþjóð og Noregi auk Íslands. Íslandsferðin er sú fyrsta og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur. Fram kemur að miðasala hefjist á morgun, 3. maí klukkan 10:00 á harpa.is og tix.is. „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar „Manowarriors“ í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu,“ segir Joey De Maio bassaleikari og stofnmeðlimur sveitarinnar um Íslandsferðina. „Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira