Vonar að mamma horfi loksins á hann Valur Páll Eiríksson skrifar 2. maí 2024 14:01 Jak Jones er 44. á heimslista en er kominn í undanúrslit á HM. Getty Óvænt úrslit urðu á heimsmeistaramótinu í snóker í gær og söguleg undanúrslit fram undan. Stórstjörnurnar Ronnie O‘Sullivan og Judd Trump féllu báðir úr leik fyrir andstæðingum sem eru töluvert lægra skrifaðir. Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2. Snóker Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Sjá meira
Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins voru leikin í Crucible-höllinni í Sheffield í gær og fyrradag en átta manna úrslitin hefjast í dag. Snókeráhugafólk var spennt fyrir möguleikanum á viðureign Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan í undanúrslitum mótsins en ekkert varð af því. Stuart Bingham hefur verið feikna sterkur á mótinu og sló meðal annars út Belgann Luca Brecel, ríkjandi heimsmeistara. Frammistaða hans minnir á þá frá 2015 þegar hann fagnaði sigri á HM en síðan þá hefur hann hrunið niður heimslistann og var þar 29. á lista fyrir mótið. Bingham vann 13-10 sigur á O‘Sullivan í gær til að tryggja sætið í undanúrslitum. Trump féll þá einnig úr keppni, fyrir Walesverjanum Jak Jones. Staðan í einvígi þeirra var jöfn 8-8 áður en Jones vann 13-9 sigur. Sá mætir Bingham í undanúrslitum og vonast til að móðir hans sjái hann loks spila á stóra sviðinu. Móðir hann hefur skutlað honum í leiki frá því að Jones varð atvinnumaður 16 ára gamall en hefur aldrei horft á hann spila, hvorki á staðnum né í sjónvarpi. „Hún horfir ekki einu sinni á mig í sjónvarpinu. Hún finnur sér eitthvað að gera, að þrífa húsið eða strauja,“ segir Jones. „Hún getur ekki horft, lætur eins og enginn leikur standi yfir, og bíður svo símtals frá föður mínum um úrslitin. Auðvitað er annað mál þegar maður er kominn í undanúrslit í Crucible, en ég er alveg viss um að hún mun ekki mæta í keppnishöllina,“ bætir hann við. Þeir 16 efstu á heimslista fá ávallt boðsmiða á HM en aðrir þar fyrir neðan fara í gegnum undankeppni í aðdraganda móts. Í fyrsta skipti í sögunni eru þrír utan efstu 16 í undanúrslitum heimsmeistaramótsins. David Gilbert er sá þriðji, á eftir Jones og Bingham, en Gilbert mætir Kyren Wilson (tólfti á heimslista) í undanúrslitum sem hófust eftir hádegið og standa nú yfir á Eurosport sem má nálgast í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2.
Snóker Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Sjá meira