Borðaði flugu á HM í snóker Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 11:31 Stephen Maguire var ef til vill bara orðinn svona svangur í gær, þegar hann greip flugu og setti upp í sig. Getty/Tai Chengzhe Afar furðulegt atvik átti sér stað á heimsmeistaramótinu í snóker í Sheffield á Englandi í gær, þegar Skotinn Stephen Maguire lagði sér flugu til munns. Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan. Snóker Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan.
Snóker Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira