Skúrkurinn endaði sem hetjan Aron Guðmundsson skrifar 2. maí 2024 10:01 Hannah Sharts hefur verið allt í öllu í liði Stjörnunnar í upphafi tímabils Vísir/Arnar Það er óhætt að segja að Hannah Sharts, bandarískur miðvörður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, hafi átt viðburðaríkan leik gegn Keflavík á dögunum. Eftir að hafa gerst sek um óvenjuleg mistök í fyrri hálfleik steig hún upp og bætti upp fyrir þau með hreint út sagt mögnuðum leik. Keflavík fékk kjörið tækifæri til þess að komast yfir í leiknum gefins þegar að Hannah handlék knöttinn innan vítateigs eftir markspyrnu samherja síns. Hannah hafði ætlað sér sjálf að taka spyrnuna en Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, var vel vakandi og dæmdi réttilega vítaspyrnu. „Þetta var í fyrsta sinn á mínum ferli sem það er dæmd vítaspyrna á svona atvik,“ segir Hannah. „Ég vissi í raun ekki hvað væri að gerast fyrst þegar að dómarinn blés í flautu sína. Ég áttaði mig hins vegar fljótt og leið strax mjög illa í kjölfarið. Það sem eftir lifði leiks var það svo ofarlega í huga mér að bæta upp fyrir þetta. Gera allt sem að ég gæti til þess að koma mínu liði aftur inn í leikinn. Ég lærði lexíu af þessu. Þetta voru sakleysisleg mistök, misskilningur. Núna vitum við hvernig við getum komið í veg fyrir svona lagað í framtíðinni.“ Voru rólegar yfir stöðunni Stjarnan lenti í basli framan af gegn Keflavík sem er spáð falli úr Bestu deildinni í vel flestum spám fyrir tímabilið. Keflavík leiddi með tveimur mörkum þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik. „Þrátt fyrir stöðuna myndi ég segja að leikmenn hafi verið rólegir yfir henni. Við vissum hvað við gætum. Það var enn nóg eftir af leiknum. Kristján þjálfari lagði til nokkrar taktískar breytingar á leik okkar fyrir seinni hálfleikinn en í grunninn snerist þetta bara um að við hefðum trú á okkar getu. Berjast af fullum krafti þar til að lokaflautið myndi óma um völlinn. Taka þetta eitt mark í einu. Hannah segir það hafa verið ofarlega í sínum huga að bæta upp fyrir mistökin frá því í fyrri hálfleik og það gerði hún svo sannarlega. Á þriggja mínútna kafla snemma í seinni hálfleik skoraði hún tvö mörk, jafnaði metin fyrir Stjörnuna og kom þeim aftur inn í leikinn. Úr leik Stjörnunnar á tímabilinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúsínan í pylsuendanum kom svo undir lok leiks, nánar tiltekið á 87.mínútu þegar að langt innkast hennar inn á teig endaði hjá Caitlin Meghani Cosme sem kom boltanum í netið og tryggði Stjörnunni dramatískan 3-2 endurkomusigur. Þú hlýtur að hafa verið búin að gleyma þessum mistökum í fyrri hálfleiknum mjög fljótt? „Já um leið og ég skoraði seinna markið og liðsfélagarnir hlupu til mín til að fagna sagði ég við þær „jæja núna er ég búin að bæta upp fyrir þetta.“ Mér fannst ég geta slakað aðeins á eftir það mark. Ég vildi bara svo mikið ná að jafna metin fyrir mitt lið. Ekki endilega með því að skora markið. Heldur bara með því að leggja allt mitt í leikinn. Það að ná að jafna leikinn var stórt afrek en með því að stela sigrinum í lokin var þetta bara eins og draumur að rætast. Við hefðum ekki geta beðið um neitt meira.“ Löngu innköstin í fjölskyldunni? Þú ert nú miðvörður að upplagi en skorar þarna tvö mörk í einum og sama leiknum. Á þínum leikmannaferli. Ertu vön því að skora mörk? „Ég allavegana elska að skora mörk. Ég reyni að vera mikil ógn í teignum hjá öllum þeim liðum sem ég hef verið á mála hjá. Ég er varnarmaður út í gegn en hef einnig þá hlið að vilja eftir fremsta megni reyna að skora mörk. Tilfinningin sem því fylgir er frábær. Það að geta lagt eitthvað af mörkum á þann hátt er mjög sérstakt.“ Þið skorið sigurmarkið eftir langt innkast frá þér. Vopn sem er vel þekkt í vopnabúri íslensku landsliðanna í fótbolta. Hefurðu alltaf geta kastað svona langt eða er þetta færni sem þú hefur þurft að þjálfa upp? Stjarnan „Ég hef náð að kasta boltanum svona langt frá því að ég man fyrst eftir mér. Vissulega hefur maður þróað þessa færni áfram með ýmsum æfingum. Bæði tækni- sem og styrktaræfingum. Mamma mín spilaði sjálf fótbolta sem leikmaður og bjó einnig yfir þessari færni, að geta tekið löng innköst. Kannski er þetta bara í fjölskyldunni. Ég veit það ekki.“ Hannah gekk til liðs við Stjörnuna fyrir yfirstandandi tímabil. Hún er fædd og uppalinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum og kemur hingað til lands sem tvöfaldur meistari með liði KuPS í Finnlandi þar sem að hún spilaði á síðasta tímabili. Hvernig endarðu í Bestu deildinni á Íslandi? „Þetta virtist bara rétta skrefið á þessum tímapunkti á mínum ferli. Stjarnan hafði samband þetta virtist vera fullkomið tækifæri fyrir mig. Allt við Ísland virkaði sem ótrúlega spennandi fyrir mig. Ég þekki marga sem hafa komið hingað sem ferðalangað og allt það sem að ég hafði heyrt af landi og þjóð virkaði mjög vel á mig. Ég vildi vera hluti af þessu verkefni hér hjá Stjörnunni. Þetta félag er sérstakt á góðan hátt. Hefur náð góðum árangri og teflir fram samkeppnishæfu liði tímabil eftir tímabil. Frá því að ég kom hingað hefur mér liðið eins og heima hjá mér.“ Besta deild kvenna Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Keflavík fékk kjörið tækifæri til þess að komast yfir í leiknum gefins þegar að Hannah handlék knöttinn innan vítateigs eftir markspyrnu samherja síns. Hannah hafði ætlað sér sjálf að taka spyrnuna en Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, var vel vakandi og dæmdi réttilega vítaspyrnu. „Þetta var í fyrsta sinn á mínum ferli sem það er dæmd vítaspyrna á svona atvik,“ segir Hannah. „Ég vissi í raun ekki hvað væri að gerast fyrst þegar að dómarinn blés í flautu sína. Ég áttaði mig hins vegar fljótt og leið strax mjög illa í kjölfarið. Það sem eftir lifði leiks var það svo ofarlega í huga mér að bæta upp fyrir þetta. Gera allt sem að ég gæti til þess að koma mínu liði aftur inn í leikinn. Ég lærði lexíu af þessu. Þetta voru sakleysisleg mistök, misskilningur. Núna vitum við hvernig við getum komið í veg fyrir svona lagað í framtíðinni.“ Voru rólegar yfir stöðunni Stjarnan lenti í basli framan af gegn Keflavík sem er spáð falli úr Bestu deildinni í vel flestum spám fyrir tímabilið. Keflavík leiddi með tveimur mörkum þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik. „Þrátt fyrir stöðuna myndi ég segja að leikmenn hafi verið rólegir yfir henni. Við vissum hvað við gætum. Það var enn nóg eftir af leiknum. Kristján þjálfari lagði til nokkrar taktískar breytingar á leik okkar fyrir seinni hálfleikinn en í grunninn snerist þetta bara um að við hefðum trú á okkar getu. Berjast af fullum krafti þar til að lokaflautið myndi óma um völlinn. Taka þetta eitt mark í einu. Hannah segir það hafa verið ofarlega í sínum huga að bæta upp fyrir mistökin frá því í fyrri hálfleik og það gerði hún svo sannarlega. Á þriggja mínútna kafla snemma í seinni hálfleik skoraði hún tvö mörk, jafnaði metin fyrir Stjörnuna og kom þeim aftur inn í leikinn. Úr leik Stjörnunnar á tímabilinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúsínan í pylsuendanum kom svo undir lok leiks, nánar tiltekið á 87.mínútu þegar að langt innkast hennar inn á teig endaði hjá Caitlin Meghani Cosme sem kom boltanum í netið og tryggði Stjörnunni dramatískan 3-2 endurkomusigur. Þú hlýtur að hafa verið búin að gleyma þessum mistökum í fyrri hálfleiknum mjög fljótt? „Já um leið og ég skoraði seinna markið og liðsfélagarnir hlupu til mín til að fagna sagði ég við þær „jæja núna er ég búin að bæta upp fyrir þetta.“ Mér fannst ég geta slakað aðeins á eftir það mark. Ég vildi bara svo mikið ná að jafna metin fyrir mitt lið. Ekki endilega með því að skora markið. Heldur bara með því að leggja allt mitt í leikinn. Það að ná að jafna leikinn var stórt afrek en með því að stela sigrinum í lokin var þetta bara eins og draumur að rætast. Við hefðum ekki geta beðið um neitt meira.“ Löngu innköstin í fjölskyldunni? Þú ert nú miðvörður að upplagi en skorar þarna tvö mörk í einum og sama leiknum. Á þínum leikmannaferli. Ertu vön því að skora mörk? „Ég allavegana elska að skora mörk. Ég reyni að vera mikil ógn í teignum hjá öllum þeim liðum sem ég hef verið á mála hjá. Ég er varnarmaður út í gegn en hef einnig þá hlið að vilja eftir fremsta megni reyna að skora mörk. Tilfinningin sem því fylgir er frábær. Það að geta lagt eitthvað af mörkum á þann hátt er mjög sérstakt.“ Þið skorið sigurmarkið eftir langt innkast frá þér. Vopn sem er vel þekkt í vopnabúri íslensku landsliðanna í fótbolta. Hefurðu alltaf geta kastað svona langt eða er þetta færni sem þú hefur þurft að þjálfa upp? Stjarnan „Ég hef náð að kasta boltanum svona langt frá því að ég man fyrst eftir mér. Vissulega hefur maður þróað þessa færni áfram með ýmsum æfingum. Bæði tækni- sem og styrktaræfingum. Mamma mín spilaði sjálf fótbolta sem leikmaður og bjó einnig yfir þessari færni, að geta tekið löng innköst. Kannski er þetta bara í fjölskyldunni. Ég veit það ekki.“ Hannah gekk til liðs við Stjörnuna fyrir yfirstandandi tímabil. Hún er fædd og uppalinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum og kemur hingað til lands sem tvöfaldur meistari með liði KuPS í Finnlandi þar sem að hún spilaði á síðasta tímabili. Hvernig endarðu í Bestu deildinni á Íslandi? „Þetta virtist bara rétta skrefið á þessum tímapunkti á mínum ferli. Stjarnan hafði samband þetta virtist vera fullkomið tækifæri fyrir mig. Allt við Ísland virkaði sem ótrúlega spennandi fyrir mig. Ég þekki marga sem hafa komið hingað sem ferðalangað og allt það sem að ég hafði heyrt af landi og þjóð virkaði mjög vel á mig. Ég vildi vera hluti af þessu verkefni hér hjá Stjörnunni. Þetta félag er sérstakt á góðan hátt. Hefur náð góðum árangri og teflir fram samkeppnishæfu liði tímabil eftir tímabil. Frá því að ég kom hingað hefur mér liðið eins og heima hjá mér.“
Besta deild kvenna Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira