Óheflaði Eyjapeyinn Kári Kristján: „Töpum aldrei í vítakeppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Kári Kristján skoraði sex mörk úr sjö skotum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Já ég myndi nú segja það,“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson einfaldlega aðspurður hvort sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta væri einn ótrúlegasti leikur á hans ferli. Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum.
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira