„Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. maí 2024 20:03 Aron þurfti á súrefni að halda eftir að hafa staðið í ströngu við að slökkva eldinn. Instagram Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira