Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2024 10:00 Viktor Bjarki Daðason er yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar fótboltans hér á landi. Hann er aðeins 15 ára gamall og á leið út í atvinnumennskuna í sumar. Vísir/Einar Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira