Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2024 10:00 Viktor Bjarki Daðason er yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar fótboltans hér á landi. Hann er aðeins 15 ára gamall og á leið út í atvinnumennskuna í sumar. Vísir/Einar Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn