Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2024 07:01 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. Það var mánudaginn 25. mars sem tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst önnur peningataskan tóm á víðavangi í Mosfellsbæ og voru vísbendingar um að litasprengja hefði sprungið í töskunni. Fyrir vikið ættu peningaseðlar úr þeirri tösku að vera með bláum lit. Um er að ræða alls konar notaða peninga seðla, allt frá fimm hundruð krónum og upp úr. Engir slíkir seðlar með bláum lita höfðu sést þegar fréttastofa ræddi við Aðalstein Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumann fyrir tæpum tveimur vikum. „Við erum þá að tala um litaða peninga sem eru bláir að lit. Það er rétt að vekja athygli á því ef einhverjir slíkir peningar færu í umferð, að láta lögreglu vita,“ sagði Aðalsteinn þann 18. apríl. Síðan þá virðist hafa dregið til tíðinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla fengið ábendingar um litaða peningaseðla í umferð. Meðal annars á stöðum sem reka spilakassa. Aðalsteinn Örn segir rannsókn málsins á mjög viðkvæmum stað. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ segir Aðalsteinn Örn. Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Það var mánudaginn 25. mars sem tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst önnur peningataskan tóm á víðavangi í Mosfellsbæ og voru vísbendingar um að litasprengja hefði sprungið í töskunni. Fyrir vikið ættu peningaseðlar úr þeirri tösku að vera með bláum lit. Um er að ræða alls konar notaða peninga seðla, allt frá fimm hundruð krónum og upp úr. Engir slíkir seðlar með bláum lita höfðu sést þegar fréttastofa ræddi við Aðalstein Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumann fyrir tæpum tveimur vikum. „Við erum þá að tala um litaða peninga sem eru bláir að lit. Það er rétt að vekja athygli á því ef einhverjir slíkir peningar færu í umferð, að láta lögreglu vita,“ sagði Aðalsteinn þann 18. apríl. Síðan þá virðist hafa dregið til tíðinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla fengið ábendingar um litaða peningaseðla í umferð. Meðal annars á stöðum sem reka spilakassa. Aðalsteinn Örn segir rannsókn málsins á mjög viðkvæmum stað. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ segir Aðalsteinn Örn.
Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59