Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Aron Guðmundsson skrifar 30. apríl 2024 09:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum Vísir/Arnar Halldórsson Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er Valur Besta deild kvenna Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er
Valur Besta deild kvenna Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira