Fjölbrautaskóli Suðurlands sigurvegarar Framhaldsskólaleikanna Arnar Gauti Bjarkason skrifar 29. apríl 2024 18:44 Sigurvegarar í FSu ásamt lýsendum kvöldsins. Á miðvikudaginn 17. apríl kl. 19:30 öttu Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands kappi í úrslitaviðureign FRÍS árið 2024. Keppt var í Valorant, Counter-Strike 2 og Rocket League að lokum. FRÍS er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 og hafa að jafnaði 14 skólar tekið þátt í FRÍS á hverju ári en 11 skólar tóku þátt á þessu ári leikanna. Fyrri hluta leikanna hefst ávallt með riðlakeppni þar sem skólarnir keppa um sæti í úrslitakeppninni en fundinn er síðan sigurvegari úr þeirri keppni. Tækniskólinn vann leikana tvisvar, árin 2021 og 2022 en Fjölbrautaskóli Suðurlands fékk að lyfta sínum fyrsta FRÍS bikar í gærkvöldi sem þótti afar gaman að sjá. Valorant var fyrsti leikur kvöldsins og var hann gífurlega spennandi. Það kort sem varð fyrir valinu var ,,Bind” og völdu FSu sóknarhelming. FSu gáfu ekkert eftir í byrjun leiksins en staðan var þá 5-o, FSu í vil. Þó brettu Tækniskólinn upp ermar og var staðan 7-5 fyrir FSu í fyrri hluta leiks. Í seinni helmingi náðu Tækniskólinn að jafna metin 11-11 en FSu lokuðu á vinningsmöguleika Tækniskólans og kláruðu leikinn 13-11. FSu hafði nauman sigur í æsispennandi Valorant-leik. Næst var keppt í Counter-Strike 2 þar sem að ,,Inferno” varð fyrir valinu en völdu þó FSu varnarhelming í þetta sinn. Counter-Strike 2 leikurinn var töluvert ójafnari en Valorant en var staðan 11-1, Tækniskólanum í vil, eftir fyrri helminginn. Fjölbrautaskólinn Suðurlands rembdist eins og rjúpan við staurinn að jafna metin en þó fór skólinn halloka fyrir Tækniskólanum og var lokastaðan 13-7. Tækniskólinn jafnaði metinn í Counter-Strike. Síðast en ekki síst kepptu skólarnir í þriggja leikja Rocket League viðureign þar sem allt var í húfi. Fyrsta leikinn sigruðu Tækniskólinn 2-1 en sá leikur var einkar tæpur. Engin mörk voru skoruð fyrstu 3 mínútur leiksins en Tækniskólinn skoraði fyrsta markið þegar u.þ.b. 2 mínútur voru eftir. Færðist síðan mikil spenna í leikinn eftir að FSu jafnaði metin með sínu marki með aðeins 30 sekúndur eftir af leiknum. Þó veittu Tækniskólinn FSu náðarhögg með síðasta marki leiksins þar sem aðeins 3 sekúndur voru eftir og var lítið sem FSu gat gert til að hafa áhrif á niðurstöðu leiksins í framhaldi. Annar leikurinn var einnig hnífjafn en engin mörk voru skoruð fyrr en leikurinn fór í framlengingu. Veitti FSu Tækniskólanum rothögg eftir að skora mark þegar aðeins 9 sekúndur voru liðnar af framlengingunni. Var staðan í viðureigninni núna 1-1 og valt allt á þriðja leiknum. Allt var frekar rósamt fyrstu 2 mínútur leiksins en fyrsta markið skoraði Tækniskólinn með 2 mínútur og 45 sekúndur eftir. FSu voru ekki lengi að svara andstæðingum sínum með marki 49 sekúndum síðar en þá voru 1:57 þar til að leikurinn myndi fara í framlengingu. FSu bundu þó enda á leikinn þegar aðeins voru 0:22 en þá skoruðu þeir lokamarkið. Lokaugnablik viðureignarinnar. Þar af leiðandi hefur FRÍS liðið undir lok á þessu ári og voru FSu krýndir hinu nýju Framhaldsskólaleikameistarar. Fjölbrautaskóli Suðurlands fagnar sigrinum. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn
FRÍS er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 og hafa að jafnaði 14 skólar tekið þátt í FRÍS á hverju ári en 11 skólar tóku þátt á þessu ári leikanna. Fyrri hluta leikanna hefst ávallt með riðlakeppni þar sem skólarnir keppa um sæti í úrslitakeppninni en fundinn er síðan sigurvegari úr þeirri keppni. Tækniskólinn vann leikana tvisvar, árin 2021 og 2022 en Fjölbrautaskóli Suðurlands fékk að lyfta sínum fyrsta FRÍS bikar í gærkvöldi sem þótti afar gaman að sjá. Valorant var fyrsti leikur kvöldsins og var hann gífurlega spennandi. Það kort sem varð fyrir valinu var ,,Bind” og völdu FSu sóknarhelming. FSu gáfu ekkert eftir í byrjun leiksins en staðan var þá 5-o, FSu í vil. Þó brettu Tækniskólinn upp ermar og var staðan 7-5 fyrir FSu í fyrri hluta leiks. Í seinni helmingi náðu Tækniskólinn að jafna metin 11-11 en FSu lokuðu á vinningsmöguleika Tækniskólans og kláruðu leikinn 13-11. FSu hafði nauman sigur í æsispennandi Valorant-leik. Næst var keppt í Counter-Strike 2 þar sem að ,,Inferno” varð fyrir valinu en völdu þó FSu varnarhelming í þetta sinn. Counter-Strike 2 leikurinn var töluvert ójafnari en Valorant en var staðan 11-1, Tækniskólanum í vil, eftir fyrri helminginn. Fjölbrautaskólinn Suðurlands rembdist eins og rjúpan við staurinn að jafna metin en þó fór skólinn halloka fyrir Tækniskólanum og var lokastaðan 13-7. Tækniskólinn jafnaði metinn í Counter-Strike. Síðast en ekki síst kepptu skólarnir í þriggja leikja Rocket League viðureign þar sem allt var í húfi. Fyrsta leikinn sigruðu Tækniskólinn 2-1 en sá leikur var einkar tæpur. Engin mörk voru skoruð fyrstu 3 mínútur leiksins en Tækniskólinn skoraði fyrsta markið þegar u.þ.b. 2 mínútur voru eftir. Færðist síðan mikil spenna í leikinn eftir að FSu jafnaði metin með sínu marki með aðeins 30 sekúndur eftir af leiknum. Þó veittu Tækniskólinn FSu náðarhögg með síðasta marki leiksins þar sem aðeins 3 sekúndur voru eftir og var lítið sem FSu gat gert til að hafa áhrif á niðurstöðu leiksins í framhaldi. Annar leikurinn var einnig hnífjafn en engin mörk voru skoruð fyrr en leikurinn fór í framlengingu. Veitti FSu Tækniskólanum rothögg eftir að skora mark þegar aðeins 9 sekúndur voru liðnar af framlengingunni. Var staðan í viðureigninni núna 1-1 og valt allt á þriðja leiknum. Allt var frekar rósamt fyrstu 2 mínútur leiksins en fyrsta markið skoraði Tækniskólinn með 2 mínútur og 45 sekúndur eftir. FSu voru ekki lengi að svara andstæðingum sínum með marki 49 sekúndum síðar en þá voru 1:57 þar til að leikurinn myndi fara í framlengingu. FSu bundu þó enda á leikinn þegar aðeins voru 0:22 en þá skoruðu þeir lokamarkið. Lokaugnablik viðureignarinnar. Þar af leiðandi hefur FRÍS liðið undir lok á þessu ári og voru FSu krýndir hinu nýju Framhaldsskólaleikameistarar. Fjölbrautaskóli Suðurlands fagnar sigrinum.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Framhaldsskólar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn