Landlæknir fer með ákvörðun Persónuverndar fyrir dóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 11:28 Alma Möller landlæknir. Landlæknisembættið hefur ákveðið að krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógildi ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Samkvæmt tilkynningu landlæknisembættisins í fyrra uppgötvaðist öryggisveikleikinn þann 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Á innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Persónuvernd var gert viðvart samdægurs en í úrskurði Persónuverndar, þremur árum síðar sökum Covid-19, var komist að þeirri niðurstöðu að landlæknisembættið hefði ekki tryggt öryggi upplýsinga á hluta Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Þá sagði að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. Í tilkynningu landlæknisembættisins um þá ákvörðun að fá úrlausn málsins fyrir dómstólum segir að embættið telji ákvörðun Persónuverndar efnislega ranga, auk þess sem meðferð málsins sé ekki samboðin „þeim reglum sem eru til grundvallar íslensku réttarríki“. Ákvörðunin sé meðal annars til þess fallin að grafa undan öryggismenningu og persónuvernd og fæla annars ábyrga aðila frá því að tilkynna um öryggisbresti og atvik er varða öryggi upplýsingakerfa. „Embætti landlæknis gerir margvíslegar og alvarlegar athugasemdir við starfshætti og málsmeðferð Persónuverndar í málinu. Þar á meðal telur embættið að bæði form- og efnisannmarkar séu á ákvörðun Persónuverndar, forsendur ákvörðunarinnar séu rangar og að rannsókn málsins af hálfu Persónuverndar hafi verið ófullnægjandi. Að auki byggi sektarákvörðun á ólögmætum og ómálefnalegum sjónarmiðum. Þá telur embætti landlæknis mikilvægt að fá umfjöllun dómstóla um ýmis þau atriði persónuverndarlaga sem uppi eru í þessu máli og máli skipta bæði fyrir embætti landlæknis og almennt séð,“ segir í tilkynningunni. Úrskurður Persónuverndar. Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu landlæknisembættisins í fyrra uppgötvaðist öryggisveikleikinn þann 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Á innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Persónuvernd var gert viðvart samdægurs en í úrskurði Persónuverndar, þremur árum síðar sökum Covid-19, var komist að þeirri niðurstöðu að landlæknisembættið hefði ekki tryggt öryggi upplýsinga á hluta Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Þá sagði að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. Í tilkynningu landlæknisembættisins um þá ákvörðun að fá úrlausn málsins fyrir dómstólum segir að embættið telji ákvörðun Persónuverndar efnislega ranga, auk þess sem meðferð málsins sé ekki samboðin „þeim reglum sem eru til grundvallar íslensku réttarríki“. Ákvörðunin sé meðal annars til þess fallin að grafa undan öryggismenningu og persónuvernd og fæla annars ábyrga aðila frá því að tilkynna um öryggisbresti og atvik er varða öryggi upplýsingakerfa. „Embætti landlæknis gerir margvíslegar og alvarlegar athugasemdir við starfshætti og málsmeðferð Persónuverndar í málinu. Þar á meðal telur embættið að bæði form- og efnisannmarkar séu á ákvörðun Persónuverndar, forsendur ákvörðunarinnar séu rangar og að rannsókn málsins af hálfu Persónuverndar hafi verið ófullnægjandi. Að auki byggi sektarákvörðun á ólögmætum og ómálefnalegum sjónarmiðum. Þá telur embætti landlæknis mikilvægt að fá umfjöllun dómstóla um ýmis þau atriði persónuverndarlaga sem uppi eru í þessu máli og máli skipta bæði fyrir embætti landlæknis og almennt séð,“ segir í tilkynningunni. Úrskurður Persónuverndar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent