Fullvissuð um það að íþróttafólk utan skápsins sé öruggt í Sádi Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 14:00 Daria Kasatkina er komin út úr skápnum en er ekki hrædd við að fara til Sádi Arabíu. Getty/Fred Mullane Rússneska tenniskonan Daria Kasatkina er ein af fáum sem keppa meðal þeirra bestu í tennisheiminum jafnframt því að vera komin út úr skápnum í sínu einkalífi. Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum. Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum.
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira